Vinstri grænir bæta nokkuð við sig fylgi frá síðustu könnun samkvæmt könnun MMR semkannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 22. til 25. apríl 2013. Í síðustu könnun MMR fengu Vinstri grænir 8,1% en mælast nú með 11,6%.
Samfylkingin mælist með litlu minna fylgi en í síðustu könnun MMR eða 13% miðað við 13,5% í könnuninni áður. Ríkisstjórnin bætir því nokkuð við sig í fylgi og fara úr 26,4% upp í 32,6%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 26,7%, borið saman við 27,5% í síðustu mælingu og Framsóknarflokkurinn mælist nú með 22,4% fylgi, borið saman við 25,6% í síðustu mælingu. Þrátt fyrir að munur á fylgi þessara tveggja flokka mælist nú 4,3 prósentustig er sá munur innan vikmarka (miðað við 95% vikmörk) og því ekki hægt að álykta að annar flokkurinn hafi meira raunfylgi en hinn.
Björt framtíð mælist nú með 7,7% fylgi borið saman við 8,3% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist nú með 7,5% fylgi, borið saman við 6,7% í síðustu mælingu.
Lýðræðisvaktin mælist nú með 3,5% fylgi, Dögun með 2,9% fylgi, Flokkur heimilanna með 1,8% fylgi, Hægri grænir með 1,3% fylgi, Sturla Jónsson með 0,8% fylgi, Regnboginn með 0,5% fylgi, Alþýðufylkingin með 0,1% og Landsbyggðarflokkurinn með 0,2% fylgi.
Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast hér.
