Fljúga frá New York til að upplifa íslenska kosninganótt Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. apríl 2013 19:03 Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira