"Ekki sjálfgefið að menn nái saman" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 11:51 Mynd/Daníel Rúnarsson „Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“ Kosningar 2013 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“
Kosningar 2013 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira