Viðskipti innlent

Fólk vill ekki borga af íbúðalánum sínum vegna loforða Framsóknar

Í grein um kosningarnar í Financial Times kemur fram að íbúðaeigendur vilji ekki borga af íbúðarlánum sínum þar sem þeir eigi von á skuldaniðurfellingu þeirra á næstunni.

Í greininni er augljóst að Financial Times er töluvert gáttað á niðurstöðum kosninganna. Einkum í ljósi þess að þungavigtarmenn í hagfræði á borð nóbelsverðlaunahafana Paul Krugman og Joseph Stiglitz hafa lofað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir það hvernig haldið var á endurreisn Íslands eftir hrunið. Svipað lof hefur komið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Fram kemur að hagvöxtur hafi mælst 2,9% árið 2010 og 1,6% í fyrra en slíkar tölur veki öfund hjá ráðamönnum flestra annarra Evrópuríkja.  Vandamálið sé að enginn virðist hafa sagt Íslendingum frá þessu.

Fjallað er um kosningaloforð Framsóknar um 20% almenna skuldaniðurfellingu íbúðalána. Rætt er við ónafngreindan bankastjóra um að bankarnir hafi töluverðar áhyggjur af þessu loforði. Hann segir að loforðið hafi m.a. leitt til þess að fólk hafi sagt að það vildi ekki borga af íbúðalánum sínum í kosningabaráttunni með þeim rökum að það væri að fá svo mikinn afslátt af þeim.

Hér má lesa grein FT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×