Árni Páll umdeildur í eigin flokki Helga Arnardóttir skrifar 29. apríl 2013 13:35 Ólína Þorvarðardóttir deilir hart á Árna Pál. Mynd/ Vilhelm. Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína. Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína.
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira