Steig skrefið og kom út úr skápnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2013 16:48 Jason Collins í baráttunni við Dwight Howard. Nordicphotos/Getty Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Jason Collins hjá Washington Wizards í NBA-deildinni er kominn út úr skápnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Sports Illustrated. Collins verður í ítarlegu viðtali í blaðinu sem kemur út í næstu viku. Hann hefur spilað fyrir sex félög á tólf ára ferli sínum í NBA-deildinni. Hann er nú án liðs þar sem samningur hans við Wizards er runninn út. „Ef ég réði einhverju í þessu þá væri einhver annar búinn að koma út úr skápnum á undan mér," segir Collins. „Það hefur hins vegar enginn gert og því er ég sá fyrsti," segir Collins. Enginn karlkyns atvinnuíþróttamaður í stóru íþróttagreinunum fjórum vestanhafs (körfubolta, hafnarbolta, amerískum fótbolta og íshokkí) hefur komið út úr skápnum á meðan hann iðkaði enn íþrótt sína fyrr en nú. Opinberun Collins á kynhneigð sinni vekur því mikla athygli.Jason Collins í leik með Wizards.Nordicphotos/GettyCollins spilaði í tvígang með liðum sem komust í úrslit NBA-deildarinnar. Þá fór hann í undanúrslit með háskólaliði Stanford á sínum tíma. Tvíburarbróðir hans, Jarron Collins, spilaði einnig sem miðherji í NBA í nokkrun tíma. Jason segist hafa greint bróður sínum frá samkynhneigð sinni síðastliðið sumar. Þá hefur David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósar Collins. „Jason hefur verið afar virtur leikmaður og liðsfélagi í gegnum feril sinn. Við erum stolt af því að hann hafi tekið þetta mikilvæga skref," segir Stern.Jason CollinsNordicphotos/GettyFleiri hafa fagnað ákvörðun Collins. Þeirra á meðal er Chelsea Clinton, dóttir Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna. „Eg er afar stolt af vini mínum Jason Collins að sýna þann styrk og hugrekki að opinbera samkynhneigð sína fyrstur allra í NBA," skrifaði Clinton á Twitter. Þau Collins voru góðir vinir þegar þau gengu saman í Stanford. Nokkrir karlkyns íþróttamenn hafa komið út úr skápnum eftir að ferli þeirra lauk. Þeirra á meðal eru körfuboltamaðurinn John Amaechi og hafnaboltamaðurinn Billy Beam. Collins er sá fyrsti til að gera það á meðan hann er enn að. Collins ítrekar að hann vilji halda áfram að spila og leitar nú að nýju liði til að leika með á næstu leiktíð. Collins er 34 ára en spekingar vestanhafs telja ólíklegt að hann verði enn í deildinni á næstu leiktíð. Þar komi kynhneigð hans málinu alls ekkert við heldur sé tankurinn einfaldlega orðinn tómur.Greinina í Sports Illustrated má lesa hér.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira