Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 27-19 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Stjarnan vann Víking, 27-19, í oddaleik í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í N1-deild karla í handknattleik. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og gáfu aldrei neitt eftir. Liðið byrjaði leikinn á því að komast í 5-0 og það forskot fór aldrei. Stjarnan byrjaði hreint ótrúlega í leiknum en þeir komust í 5-0 þegar Víkingar tóku leikhlé strax eftir fimm mínútur. Eftir leikhléið vöknuðu gestirnir og fóru að spila handbolta. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-5 fyrir Stjörnuna og Víkingar að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Stjörnumenn voru heldur betur ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn og gáfu bara í. Þeir voru með fimm marka forystu í hálfleik 15-10. Stjarnan hélt áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og gáfu ekkert eftir og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 21-16. Víkingar voru við það að missa af lestinni og Stjörnumenn á leiðinni í einvígi gegn Valsmönnum um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, var frábær í dag en hann varði 17 skot. Stjarnan mætir því Val í úrslitum umspilsins um það hvaða lið verður í N1-deildinni. Gunnar Berg: Virkilega flottur karakter hjá okkur í kvöld„Það var gríðarlega góður karakter í þessu hjá okkur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Við mættum dýrvitlausir til leiks og náðum fínu forskotið sem við létum aldrei frá okkur.“ „Það var nokkuð mikil bikarstemmning í þessu hjá liðinu í dag. Við fórum saman í morgunmat og eyddum deginum saman. Þetta þjappaði hópnum saman og gerði fullt fyrir liðið fyrir leikinn.“ „Ég er gríðarlega ánægður hvað menn héldu þetta út og spiluðu allan tímann góðan varnar-og sóknarleik.“ „Valsarar eru með gríðarlega sterkt lið og það verður erfitt að takast á því þá. Ég tel að við eigum kannski ekkert mikinn möguleika í þá en þeir þurfa heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn okkar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Guðmundur: Þurfum tvo draumaleiki gegn Val til að fara upp„Við komum bara virkilega vel stemmdir í leikinn og mætum tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila fanta góða vörn allan leikinn og þeir komust bara ekkert áleiðis. Við keyrðum vel í bakið á þeim allan leikinn og það svona skóp sigurinn.“ „Valsmenn eru auðvitað með frábært lið og hafa verið að spila einstaklega vel sérstaklega eftir áramót. Við þurfum að eiga tvo draumaleiki til að eiga möguleika í þá, það verður að segjast en við ætlum okkur að leggja þá að velli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira