Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 25-24 | 1-0 fyrir Fram Sigmar Sigfússon í Safmýri skrifar 12. apríl 2013 19:30 Mynd/Stefán Fram er komið í 1-0 á móti ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann fyrsta leikinn með einu marki, 25-24, eftir spennandi leik í Safamýrinni í kvöld. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Elísabet Gunnarsdóttir var með sex mörk. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði sex mörk fyrir ÍBV og Florentina Stanciu varði 19 skot í markinu. ÍBV byrjaði leikinn frábærlega og komst mest fimm mörkum yfir, 8-3, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Framkonur náðu að jafna í 13-13 fyrir hálfleik og voru síðan mun sterkari í seinni hálfleiknum eftir að hafa byrjað hálfleikinn á 5-1 spretti. Fram varð fyrir áfalli í leiknum þegar landsliðsskyttan Stella Sigurðardóttir meiddist og gat ekki klárað leikinn. Framliðið náði mest fjögurra marka mun í seinni hálfleiknum en Eyjakonur gáfust ekki upp, náðu að minnka muninn í eitt mark rétt fyrir leikslok en þær komust ekki nær. ÍBV-stúlkur mættu virkilega baráttuglaðar til leiks og byrjuðu leikinn mun betur en heimastúlkur. ÍBV spilaði fanta góða vörn sem Framstúlkur áttu fá svör við og þá átti Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, stórleik á upphafsmínútunum. Eyjastúlkur komust mest í fjögurra marka forystu, 2-6, á 10. mínútu leiksins. Hægt og rólega komust Framarar inn í leikinn og byrjaðu að saxa á forskot ÍBV. Framarar byrjuðu að spila vörnina ögn framar og ÍBV átti í erfiðleikum með að komast í gegn. Eftir 20. mínútur af fyrri hálfleik jöfnuðu Framarar leikinn og allt í járnum. Þær náðu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum eftir 27 mínútur og áhorfendur í Safamýrinni tóku vel við sér. Staðan í hálfleik var 13 – 13. Heimastúlkur gáfu strax tóninn í upphafi seinnihálfleiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Fram var með undirtökin næstu mínútur og náðu mest fimm marka forystu á 46. Mínútu, 22 -17. ÍBV neitaði að gefast upp og komu sér inn leikinn á ný. Staðan var 25 – 23 þegar um tvær mínútur voru eftir en þá varði Hildur Gunnarsdóttir, markmaður Fram, mikilvægan bolta. IBV náði samt að minnkaði muninn í 25 -24 en nær komust Eyjastúlkur ekki og leikurinn endaði því með eins marka sigri Framara, 25 – 24. Stórskytta Framstúlkna, Stella Sigurðardóttir, meiddist í upphafi seinni hálfleiks og spilaði nánast ekkert fyrir Fram í hálfleiknum. Við vonum að það sé ekki neitt alvarlegt því það yrði mikið áfall fyrir Safamýraliðið að missa hana út. Birna Berg : Mættum ekki til leiks í fyrri hálfleikBirna Berg Haraldsdóttir, skytta Fram, átti mjög góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Hún fór á kostum í seinni hálfleiknum. „Ég er bara fegin að þetta fór ekki ver, við einfaldlega mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og heppnar að forskotið var ekki meira í upphafi. En við unnum upp fjögurra marka forskot sem er mjög jákvætt fyrir okkur en við töpuðum því aftur niður í seinni hálfleik svo þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Birna Berg Haraldsdóttir, skytta Framara, eftir leikinn. „Við náðum að snúa þessu okkur í vil og þegar við komust í gang er mjög erfitt að stoppa okkur. Við sýndum mikinn karakter og það voru allir í liðinu vaknaðir á þeim tímapunkti, fengum vörslu og vörnin varð betri," sagði Birna. „Ég er alveg ótrúlega ánægð með Hildi markmann í þessum leik, örugglega hennar stærsti leikur á ferlinum og hún er að koma mjög vel út úr honum. Hún er bara átján ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér," sagði Birna. ,,Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudaginn, alltaf erfitt að koma til Eyja og spila svo við verðum að eiga mun betri leik þar en við áttum í kvöld," sagði Birna Berg að lokum. Elliði: Galopinn leikur á löngum köflum„Fyrir það fyrsta erum við ofsalega stoltir af liðinu okkar, þær eru búnar að vaxa með hverri einustu þraut í allan vetur. Við erum búnar að vera færa okkur nær og nær Framliðinu seinustu tvö ár. Núna vorum við í hörkuleik sem við töpum með einu marki og við missum boltann tvisvar á síðustu tveimur mínútum leiksins þannig að þetta var galopinn leikur á löngum köflum," sagði Elliði Vignisson, aðstoðarþjálfari IBV og bæjarstjóri Vestmanneyja, eftir leikinn. „Við missum tvisvar sinnum mann útaf með tvær og þær komu sömuleiðis framar á okkur í vörninni. Við náðum ekki að leysa það nógu vel og við vorum ekki heldur nógu hreyfanlegar. Það vantaði stöðuskiptingar og við spiluðum þann bolta sem þær vildu að við myndum spila í staðinn fyrir að stjórna því sjálf," sagði Elliði. „Í seinni hálfleik byrjuðu þær virkilega vel en við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með því að fara stjórna okkar leik sjálfar. Flora var stórkostleg í markinu og hún er þvílíkur hvalreki fyrir íslenska kvennalandsliðið okkar, stemningin og gleðin sem hún smitar út frá sér, fyrir utan það auðvitað að loka markinu á tímabili," sagði Elliði. „Við spiluðum bara vel í 50 mínútur í leiknum, það er ekki nóg, maður verður að spila vel í 60 mínútur í leik til þess að sigra," sagði Elliði. Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Fram er komið í 1-0 á móti ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann fyrsta leikinn með einu marki, 25-24, eftir spennandi leik í Safamýrinni í kvöld. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og Elísabet Gunnarsdóttir var með sex mörk. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði sex mörk fyrir ÍBV og Florentina Stanciu varði 19 skot í markinu. ÍBV byrjaði leikinn frábærlega og komst mest fimm mörkum yfir, 8-3, þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Framkonur náðu að jafna í 13-13 fyrir hálfleik og voru síðan mun sterkari í seinni hálfleiknum eftir að hafa byrjað hálfleikinn á 5-1 spretti. Fram varð fyrir áfalli í leiknum þegar landsliðsskyttan Stella Sigurðardóttir meiddist og gat ekki klárað leikinn. Framliðið náði mest fjögurra marka mun í seinni hálfleiknum en Eyjakonur gáfust ekki upp, náðu að minnka muninn í eitt mark rétt fyrir leikslok en þær komust ekki nær. ÍBV-stúlkur mættu virkilega baráttuglaðar til leiks og byrjuðu leikinn mun betur en heimastúlkur. ÍBV spilaði fanta góða vörn sem Framstúlkur áttu fá svör við og þá átti Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, stórleik á upphafsmínútunum. Eyjastúlkur komust mest í fjögurra marka forystu, 2-6, á 10. mínútu leiksins. Hægt og rólega komust Framarar inn í leikinn og byrjaðu að saxa á forskot ÍBV. Framarar byrjuðu að spila vörnina ögn framar og ÍBV átti í erfiðleikum með að komast í gegn. Eftir 20. mínútur af fyrri hálfleik jöfnuðu Framarar leikinn og allt í járnum. Þær náðu að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum eftir 27 mínútur og áhorfendur í Safamýrinni tóku vel við sér. Staðan í hálfleik var 13 – 13. Heimastúlkur gáfu strax tóninn í upphafi seinnihálfleiks og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Fram var með undirtökin næstu mínútur og náðu mest fimm marka forystu á 46. Mínútu, 22 -17. ÍBV neitaði að gefast upp og komu sér inn leikinn á ný. Staðan var 25 – 23 þegar um tvær mínútur voru eftir en þá varði Hildur Gunnarsdóttir, markmaður Fram, mikilvægan bolta. IBV náði samt að minnkaði muninn í 25 -24 en nær komust Eyjastúlkur ekki og leikurinn endaði því með eins marka sigri Framara, 25 – 24. Stórskytta Framstúlkna, Stella Sigurðardóttir, meiddist í upphafi seinni hálfleiks og spilaði nánast ekkert fyrir Fram í hálfleiknum. Við vonum að það sé ekki neitt alvarlegt því það yrði mikið áfall fyrir Safamýraliðið að missa hana út. Birna Berg : Mættum ekki til leiks í fyrri hálfleikBirna Berg Haraldsdóttir, skytta Fram, átti mjög góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Hún fór á kostum í seinni hálfleiknum. „Ég er bara fegin að þetta fór ekki ver, við einfaldlega mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og heppnar að forskotið var ekki meira í upphafi. En við unnum upp fjögurra marka forskot sem er mjög jákvætt fyrir okkur en við töpuðum því aftur niður í seinni hálfleik svo þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Birna Berg Haraldsdóttir, skytta Framara, eftir leikinn. „Við náðum að snúa þessu okkur í vil og þegar við komust í gang er mjög erfitt að stoppa okkur. Við sýndum mikinn karakter og það voru allir í liðinu vaknaðir á þeim tímapunkti, fengum vörslu og vörnin varð betri," sagði Birna. „Ég er alveg ótrúlega ánægð með Hildi markmann í þessum leik, örugglega hennar stærsti leikur á ferlinum og hún er að koma mjög vel út úr honum. Hún er bara átján ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér," sagði Birna. ,,Við eigum mjög erfiðan leik á sunnudaginn, alltaf erfitt að koma til Eyja og spila svo við verðum að eiga mun betri leik þar en við áttum í kvöld," sagði Birna Berg að lokum. Elliði: Galopinn leikur á löngum köflum„Fyrir það fyrsta erum við ofsalega stoltir af liðinu okkar, þær eru búnar að vaxa með hverri einustu þraut í allan vetur. Við erum búnar að vera færa okkur nær og nær Framliðinu seinustu tvö ár. Núna vorum við í hörkuleik sem við töpum með einu marki og við missum boltann tvisvar á síðustu tveimur mínútum leiksins þannig að þetta var galopinn leikur á löngum köflum," sagði Elliði Vignisson, aðstoðarþjálfari IBV og bæjarstjóri Vestmanneyja, eftir leikinn. „Við missum tvisvar sinnum mann útaf með tvær og þær komu sömuleiðis framar á okkur í vörninni. Við náðum ekki að leysa það nógu vel og við vorum ekki heldur nógu hreyfanlegar. Það vantaði stöðuskiptingar og við spiluðum þann bolta sem þær vildu að við myndum spila í staðinn fyrir að stjórna því sjálf," sagði Elliði. „Í seinni hálfleik byrjuðu þær virkilega vel en við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með því að fara stjórna okkar leik sjálfar. Flora var stórkostleg í markinu og hún er þvílíkur hvalreki fyrir íslenska kvennalandsliðið okkar, stemningin og gleðin sem hún smitar út frá sér, fyrir utan það auðvitað að loka markinu á tímabili," sagði Elliði. „Við spiluðum bara vel í 50 mínútur í leiknum, það er ekki nóg, maður verður að spila vel í 60 mínútur í leik til þess að sigra," sagði Elliði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira