Hefur tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér Karen Kjartansdóttir skrifar 12. apríl 2013 19:00 Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira