Hvetja til útstrikana á eigin frambjóðanda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. apríl 2013 00:53 Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur. Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar. Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar.
Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira