Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Helga Arnardóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir skrifar 13. apríl 2013 18:46 Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. Framganga Pírata hefur vakið mikla athygli af minni framboðum fyrir komandi kosningar og hafa þeir verið að mælast með allt að fjóra þingmenn inni. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum og í gær sáu þeir tilefni til að senda frá sér tilkynningu og hvöttu til útstrikunar á frambjóðandanum Inga Karli Sigríðarsyni sem skipar 9.sæti í Norðausturkjördæmi þar sem hann kallaði Hildi Lilliendahl femínista öllum illum nöfnum á facebook síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur og hvatti til ofbeldis gegn henni í athugasemdakerfi Vísis. Í tilkynningu Pírata segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksfélaga en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðsfresturinn sé runninn út. Þá fordæma píratar hvers konar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Þegar bakgrunnur frambjóðenda pírata er hins vegar kannaður kemur í ljós að tveir frambjóðendur flokksins hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra heitir Adolf Bragi Hermannsson og skipar fjórtánda sæti í Norðausturkjördæmi. Hann hlaut 350 þúsund króna fjársekt í héraðsdómi Norðurlands árið 2007 fyrir vörslu, amfetamíns og LSD á heimili sínu. Auk þess var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust hnúajárn, þumlajárn og handjárn. Þá hlaut hann tvo dóma í febrúar og mars 2008. Annars vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa um sautján grömm af amfetamíni og hins vegar fyrir líkamsárás á Dalvík. Í dómnum kemur fram að hann hafi slegið konu hnefahögg í andlitið þannig að hún hlaut áverka í andliti og brot á fingri. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árásina. Hinn frambjóðandinn heitir Hjörleifur Harðarson og skipar fjórtánda sæti Suðvestur kjördæmis. Hann var dæmdur 2007 í héraðsdómi Austurlands til að greiða 112 þúsund krónur í sekt en í bíl hans fundust tæplega þrjátíu grömm af hassi. Hann hefur frá 1990 hlotið 17 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir umferðarlagabrot. Ekkert þessara ofangreindu brota virðist svipta þessa tvo frambjóðendur kjörgengi samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, þar sem enginn dómur nær fjögurra mánaða óskilorðsbundu fangelsi. Smári McCarthy kapteinn Pírata í suðurkjördæmi segir bakgrunn frambjóðenda ekki hafa verið kannaðan fyrir kosningarnar. „Við höfum ekki fundið hjá okkur þörf til að stunda persónunjósnir og það er engin lagaleg krafa gerð um það að við förum út í þessa könnun og okkur finnst það bara óþarfi." Aðspurður hvort hann telji óheppilegt fyrir flokkinn að frambjóðendur hans hafi meðal annars verið dæmdir fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot svarar Smári: „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega alltaf óheppilegt þegar fólk fremur glæpi." Munuð þið hvetja til útstrikana á þessum tveimur frambjóðendum eins og Inga Karli? „Við hvetjum fólk til að nýta kosningakerfið til fulls og við höfum einmitt gagnrýnt kosningakerfið. Það að nota kosningakerfið til fulls felur meðal annars í sér að þegar fólki mislíkar fólk hvers vegna sem það kann að vera að það striki yfir það." Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. Framganga Pírata hefur vakið mikla athygli af minni framboðum fyrir komandi kosningar og hafa þeir verið að mælast með allt að fjóra þingmenn inni. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum og í gær sáu þeir tilefni til að senda frá sér tilkynningu og hvöttu til útstrikunar á frambjóðandanum Inga Karli Sigríðarsyni sem skipar 9.sæti í Norðausturkjördæmi þar sem hann kallaði Hildi Lilliendahl femínista öllum illum nöfnum á facebook síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur og hvatti til ofbeldis gegn henni í athugasemdakerfi Vísis. Í tilkynningu Pírata segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksfélaga en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðsfresturinn sé runninn út. Þá fordæma píratar hvers konar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Þegar bakgrunnur frambjóðenda pírata er hins vegar kannaður kemur í ljós að tveir frambjóðendur flokksins hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra heitir Adolf Bragi Hermannsson og skipar fjórtánda sæti í Norðausturkjördæmi. Hann hlaut 350 þúsund króna fjársekt í héraðsdómi Norðurlands árið 2007 fyrir vörslu, amfetamíns og LSD á heimili sínu. Auk þess var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust hnúajárn, þumlajárn og handjárn. Þá hlaut hann tvo dóma í febrúar og mars 2008. Annars vegar fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa um sautján grömm af amfetamíni og hins vegar fyrir líkamsárás á Dalvík. Í dómnum kemur fram að hann hafi slegið konu hnefahögg í andlitið þannig að hún hlaut áverka í andliti og brot á fingri. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árásina. Hinn frambjóðandinn heitir Hjörleifur Harðarson og skipar fjórtánda sæti Suðvestur kjördæmis. Hann var dæmdur 2007 í héraðsdómi Austurlands til að greiða 112 þúsund krónur í sekt en í bíl hans fundust tæplega þrjátíu grömm af hassi. Hann hefur frá 1990 hlotið 17 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot en einnig fyrir umferðarlagabrot. Ekkert þessara ofangreindu brota virðist svipta þessa tvo frambjóðendur kjörgengi samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, þar sem enginn dómur nær fjögurra mánaða óskilorðsbundu fangelsi. Smári McCarthy kapteinn Pírata í suðurkjördæmi segir bakgrunn frambjóðenda ekki hafa verið kannaðan fyrir kosningarnar. „Við höfum ekki fundið hjá okkur þörf til að stunda persónunjósnir og það er engin lagaleg krafa gerð um það að við förum út í þessa könnun og okkur finnst það bara óþarfi." Aðspurður hvort hann telji óheppilegt fyrir flokkinn að frambjóðendur hans hafi meðal annars verið dæmdir fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot svarar Smári: „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega alltaf óheppilegt þegar fólk fremur glæpi." Munuð þið hvetja til útstrikana á þessum tveimur frambjóðendum eins og Inga Karli? „Við hvetjum fólk til að nýta kosningakerfið til fulls og við höfum einmitt gagnrýnt kosningakerfið. Það að nota kosningakerfið til fulls felur meðal annars í sér að þegar fólki mislíkar fólk hvers vegna sem það kann að vera að það striki yfir það."
Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira