NBA: Lakers vann San Antonio í fyrsta leik án KObe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2013 07:09 Dwight Howard og Tim Duncan voru báðir öflugir í nótt. Mynd/AP Los Angeles Lakers steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með því að vinna San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Kobe Bryant sleit hásin. Miami Heat vann Chicago Bulls, Dirk Nowitzki varð 17. leikmaðurinn í sögunni til að skora 25 þúsund stig í sigri Dallas Maverricks og Denver Nuggets vann 22. heimasigurinn í röð.Dwight Howard var með 26 stig og 17 fráköst og Steve Blake bætti við 23 stigum þegar Los Angeels Lakers vann 91-86 sigur á San Antonio Spurs. Þetta var fjórði sigur Lakers í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Tim Duncan var með 23 stig og 10 fráköst hjá Spurs. Lakers hefur nú eins og hálfs leiks forskot á Utah Jazz í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.LeBron James var með 24 stig og 7 fráköst og Dwyane Wade skoraði 22 stig þegar Miami Heat vann 105-93 heimasigur á Chicago Bulls. Mario Chalmers og Chris Andersen voru báðir með 15 stig en hjá Bulls var Luol Deng með 19 stig og Carlos Boozer skoraði 16 stig og tók 20 fráköst.Dirk Nowitzki skoraði 19 stig í 107-89 sigri Dallas Mavericks á New Orleans Hornets og varð þar með 17. maðurinn til þess að skora 25 þúsund stig í NBA-deildinni. Dallas komst þá í 50 sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 12. desember 2012 (40 sigrar og 40 töp) en leikmenn liðsins hétu því í byrjun febrúar að raka sig ekki fyrr en þeir næðu því.Andre Iguodala var með 28 stig og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Portland Trailblazers en þetta var 22. heimasigur Denver í röð og 55. sigurleikurinn á tímabilinu sem er félagsmet. Denver er einum leik á undan Los Angeles Clippers og Memphis Grizzlies í baráttunni um þriðja sætið í Vesturdeildinni.Carmelo Anthony var með 25 stig þegar New York Knicks vann 90-80 sigur á Indiana Pacers og tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var fimmtándi sigur New York í síðustu sextán leikjum og þeir náðu öðru sætinu í Austrinu í fyrsta sinn síðan 1994.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Chicago Bulls 105-93 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 93-87 New York Knicks - Indiana Pacers 90-80 Philadelphia 76Ers - Cleveland Cavaliers 91-77 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 118-109 New Orleans Hornets - Dallas Mavericks 89-107 Houston Rockets - Sacramento Kings 121-100 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 91-86 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Los Angeles Lakers steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með því að vinna San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Kobe Bryant sleit hásin. Miami Heat vann Chicago Bulls, Dirk Nowitzki varð 17. leikmaðurinn í sögunni til að skora 25 þúsund stig í sigri Dallas Maverricks og Denver Nuggets vann 22. heimasigurinn í röð.Dwight Howard var með 26 stig og 17 fráköst og Steve Blake bætti við 23 stigum þegar Los Angeels Lakers vann 91-86 sigur á San Antonio Spurs. Þetta var fjórði sigur Lakers í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Tim Duncan var með 23 stig og 10 fráköst hjá Spurs. Lakers hefur nú eins og hálfs leiks forskot á Utah Jazz í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.LeBron James var með 24 stig og 7 fráköst og Dwyane Wade skoraði 22 stig þegar Miami Heat vann 105-93 heimasigur á Chicago Bulls. Mario Chalmers og Chris Andersen voru báðir með 15 stig en hjá Bulls var Luol Deng með 19 stig og Carlos Boozer skoraði 16 stig og tók 20 fráköst.Dirk Nowitzki skoraði 19 stig í 107-89 sigri Dallas Mavericks á New Orleans Hornets og varð þar með 17. maðurinn til þess að skora 25 þúsund stig í NBA-deildinni. Dallas komst þá í 50 sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 12. desember 2012 (40 sigrar og 40 töp) en leikmenn liðsins hétu því í byrjun febrúar að raka sig ekki fyrr en þeir næðu því.Andre Iguodala var með 28 stig og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Portland Trailblazers en þetta var 22. heimasigur Denver í röð og 55. sigurleikurinn á tímabilinu sem er félagsmet. Denver er einum leik á undan Los Angeles Clippers og Memphis Grizzlies í baráttunni um þriðja sætið í Vesturdeildinni.Carmelo Anthony var með 25 stig þegar New York Knicks vann 90-80 sigur á Indiana Pacers og tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni. Þetta var fimmtándi sigur New York í síðustu sextán leikjum og þeir náðu öðru sætinu í Austrinu í fyrsta sinn síðan 1994.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Chicago Bulls 105-93 Toronto Raptors - Brooklyn Nets 93-87 New York Knicks - Indiana Pacers 90-80 Philadelphia 76Ers - Cleveland Cavaliers 91-77 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 118-109 New Orleans Hornets - Dallas Mavericks 89-107 Houston Rockets - Sacramento Kings 121-100 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 91-86
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira