Reið ung kona Una Hildardóttir skrifar 17. apríl 2013 14:20 Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun