Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍBV 18-19 | ÍBV minnkaði muninn Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýri skrifar 17. apríl 2013 14:51 ÍBV er enn á lífi í undanúrslitum N1 deildar kvenna eftir 19-18 sigur á Fram á útivelli í kvöld eftir framlengdan leik. Staðan var 16-16 að loknum venjulegum leiktíma. Það var ljóst á fyrstu mínútum leiksins hvert stefndi. ÍBV lék frábæra vörn og skoraði Fram ekki annað mark sitt fyrr en á 12. mínútu leiksins. Engu að síður var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik og ÍBV einu marki yfir í hálfleiknum 8-7. Baráttan var í fyrirrúmi og bæði lið léku frábæra vörn en sóknarleikur liðanna var skelfilegur. Sóknarleikur ÍBV var öllu verri en Fram en Florentina Stanciu bætti það upp með frábærri markvörslu. Liðin skiptust á að skora allan seinni hálfleikinn og Stella Sigurðardóttir skoraði síðasta mark venjulegs leiktíma þegar rúm mínúta var eftir og knúði fram framlengingu. Fram skoraði fyrsta mark framlengingarinnar og ÍBV skoraði tvö næstu mörkin á níu mínútum. Þegar rétt innan við mínúta var eftir náði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir að minnka muninn í eitt mark en ÍBV hélt boltanum allt þar til nokkrar sekúndur voru eftir og Fram náði ekki skoti á markið. Fram fékk aukakast er leiktíminn rann út en varnarveggurinn varði það og fagnaði ÍBV að innlifun. Stella Sigurðardóttir missteig sig illa undir lok venjulegs leiktíma og gæti misst af næstu leikjum Fram og munar um minna. Hennar var sárt saknað í framlengingunni. Liðin mætast á ný á laugardaginn í Eyjum en Fram leiðir einvígið 2-1. Svavar: Ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi„Frábær vörn og frábær markvörður. Við höfum ekki oft séð Framara í þessum vandræðu. Sóknarleikurinn var bras hjá báðum liðum og sem betur fer skoruðum við einu marki meira,“ sagði Svavar vignisson þjálfari ÍBV. „Við höfum verið í vandræðum með þessa vörn hjá þeim. Þær eru góðir varnarmenn og líkamlega sterkar. Þetta er lið sem ber uppi helminginn af landsliðinu ásamt Val og við höfum verið í brasi en bættum það upp með vörninni. Mér er alveg sama á meðan við vinnum. „Við vorum ósáttar við hvernig við spiluðum heima í Eyjum. Það kom fullt af fólki að hvetja okkur og við vorum eins fífl. Ég vona að þetta fólki komi aftur og hvetji okkur og ég lofa þeim betri leik. „Ef við vinnum heima setjum við allt í uppnám og þá er ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi. Við þurfum að spila svona og örlítið betri sóknarleik þá getum við gert vel. „Við galopnum þetta einvígi og þær urðu auðvitað fyrir óhappi þegar Stella meiðist. Ég vona að hún verði með í næsta leik því ég vil síður að þær hafi einhverja afsökun að tapa leiknum. Við viljum vinna þær á fullu liði. „Okkur vantar Ivönu (Mladenovic) og það er lítil umfjöllun um það að okkur vanti einn markahæsta leikmanninn okkar, lykilmann í vörn og sókn. Það var mikil umfjöllun um að Stella meiddi sig á fingri og allir fjölmiðlar uppfullir af því hvort hún yrði með eða ekki en ekki minnst á að okkur vanti lykilmann. Veit ekki af hverju það er, kannski af því að hún er útlendingur, ég veit það ekki. „Ég hef aldrei séð Fram værukært. Það hefur aldrei gerst á þessum þremur árum mínum með meistaraflokk kvenna. Ég ætla að skrifa þetta á frábæra vörn,“ sagði Svavar að lokum. Halldór: Vorum værukærar„Við skorum 18 mörk á 70 mínútum, það er ekki vænlegt til árangurs. við komum illa inn í leikinn og skorum bara eitt mark fyrstu 10 mínúturnar og í byrjun seinni hálfleiks gerist það sama,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram. „Við stöndum góða vörn í 70 mínútur en við fáum ekkert út úr því. Við fáum ekki hraðaupphlaup og það er eignilega það sem gerist. „Ég trúi ekki að stelpurnar hafi haldið að þetta væri komið. Alvöru íþróttamenn hugsa ekki þannig og við erum með alvöru íþróttamenn í þessu liði. Samt held ég að við höfum væri værukærar. Við vinnum síðasta leik með tíu mörkum og það er ekki tíu marka munur á þessum liðum. Við þurfum að fara yfir okkar mál og skoða þetta. „Svona er staðan og við verðum að taka því að þurfa að fara til Eyja og við munum gera það,“ sagði Halldór að lokum.Mynd/Valli Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
ÍBV er enn á lífi í undanúrslitum N1 deildar kvenna eftir 19-18 sigur á Fram á útivelli í kvöld eftir framlengdan leik. Staðan var 16-16 að loknum venjulegum leiktíma. Það var ljóst á fyrstu mínútum leiksins hvert stefndi. ÍBV lék frábæra vörn og skoraði Fram ekki annað mark sitt fyrr en á 12. mínútu leiksins. Engu að síður var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik og ÍBV einu marki yfir í hálfleiknum 8-7. Baráttan var í fyrirrúmi og bæði lið léku frábæra vörn en sóknarleikur liðanna var skelfilegur. Sóknarleikur ÍBV var öllu verri en Fram en Florentina Stanciu bætti það upp með frábærri markvörslu. Liðin skiptust á að skora allan seinni hálfleikinn og Stella Sigurðardóttir skoraði síðasta mark venjulegs leiktíma þegar rúm mínúta var eftir og knúði fram framlengingu. Fram skoraði fyrsta mark framlengingarinnar og ÍBV skoraði tvö næstu mörkin á níu mínútum. Þegar rétt innan við mínúta var eftir náði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir að minnka muninn í eitt mark en ÍBV hélt boltanum allt þar til nokkrar sekúndur voru eftir og Fram náði ekki skoti á markið. Fram fékk aukakast er leiktíminn rann út en varnarveggurinn varði það og fagnaði ÍBV að innlifun. Stella Sigurðardóttir missteig sig illa undir lok venjulegs leiktíma og gæti misst af næstu leikjum Fram og munar um minna. Hennar var sárt saknað í framlengingunni. Liðin mætast á ný á laugardaginn í Eyjum en Fram leiðir einvígið 2-1. Svavar: Ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi„Frábær vörn og frábær markvörður. Við höfum ekki oft séð Framara í þessum vandræðu. Sóknarleikurinn var bras hjá báðum liðum og sem betur fer skoruðum við einu marki meira,“ sagði Svavar vignisson þjálfari ÍBV. „Við höfum verið í vandræðum með þessa vörn hjá þeim. Þær eru góðir varnarmenn og líkamlega sterkar. Þetta er lið sem ber uppi helminginn af landsliðinu ásamt Val og við höfum verið í brasi en bættum það upp með vörninni. Mér er alveg sama á meðan við vinnum. „Við vorum ósáttar við hvernig við spiluðum heima í Eyjum. Það kom fullt af fólki að hvetja okkur og við vorum eins fífl. Ég vona að þetta fólki komi aftur og hvetji okkur og ég lofa þeim betri leik. „Ef við vinnum heima setjum við allt í uppnám og þá er ekkert því til fyrirstöðu að við klárum þetta einvígi. Við þurfum að spila svona og örlítið betri sóknarleik þá getum við gert vel. „Við galopnum þetta einvígi og þær urðu auðvitað fyrir óhappi þegar Stella meiðist. Ég vona að hún verði með í næsta leik því ég vil síður að þær hafi einhverja afsökun að tapa leiknum. Við viljum vinna þær á fullu liði. „Okkur vantar Ivönu (Mladenovic) og það er lítil umfjöllun um það að okkur vanti einn markahæsta leikmanninn okkar, lykilmann í vörn og sókn. Það var mikil umfjöllun um að Stella meiddi sig á fingri og allir fjölmiðlar uppfullir af því hvort hún yrði með eða ekki en ekki minnst á að okkur vanti lykilmann. Veit ekki af hverju það er, kannski af því að hún er útlendingur, ég veit það ekki. „Ég hef aldrei séð Fram værukært. Það hefur aldrei gerst á þessum þremur árum mínum með meistaraflokk kvenna. Ég ætla að skrifa þetta á frábæra vörn,“ sagði Svavar að lokum. Halldór: Vorum værukærar„Við skorum 18 mörk á 70 mínútum, það er ekki vænlegt til árangurs. við komum illa inn í leikinn og skorum bara eitt mark fyrstu 10 mínúturnar og í byrjun seinni hálfleiks gerist það sama,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram. „Við stöndum góða vörn í 70 mínútur en við fáum ekkert út úr því. Við fáum ekki hraðaupphlaup og það er eignilega það sem gerist. „Ég trúi ekki að stelpurnar hafi haldið að þetta væri komið. Alvöru íþróttamenn hugsa ekki þannig og við erum með alvöru íþróttamenn í þessu liði. Samt held ég að við höfum væri værukærar. Við vinnum síðasta leik með tíu mörkum og það er ekki tíu marka munur á þessum liðum. Við þurfum að fara yfir okkar mál og skoða þetta. „Svona er staðan og við verðum að taka því að þurfa að fara til Eyja og við munum gera það,“ sagði Halldór að lokum.Mynd/Valli
Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira