Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig - Framsókn dalar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2013 18:41 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sjá meira