Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig - Framsókn dalar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2013 18:41 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira