Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Zlatan skoraði rangstöðumark og Bayern skoraði eftir aðeins 25 sekúndur.
Bayern stendur vel að vígi í baráttunni gegn Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur.
PSG á svo möguleika gegn Barcelona eftir að hafa skorað dramatískt jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins.
Þorsteinn Joð fór yfir leiki kvöldsins með þeim Hirti Hjartarsyni og Reyni Leóssyni. Hægt er að horfa á þáttinn hér á eftir.

