Handbolti

Frábær sigur á einum erfiðasta útivelli Evrópu

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Mynd/Vilhelm
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var afar ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir sigurinn frækna í Slóveníu í kvöld.

"Þetta var frábær sigur á einum erfiðasta útivelli í Evrópu. Það er ekki hægt að kvarta yfir því," sagði Aron.

Íslenska liðið var undir allt þar til um 100 sekúndur voru eftir af leiknum. Þá komst það yfir á hárréttum tíma og landaði sætum eins marks sigri.

"Þetta voru tvö frábær stig og þessi sigur var mikilvægur í leið okkar til Danmerkur. Þessi sigur gerir það að verkum að við höldum pressu á riðlinum allt til loka," sagði Aron en hans menn taka á móti Slóvenum á sunnudag. Sigur þar kemur liðinu langleiðina á EM.

Nánar er rætt við Aron í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Magnaður sigur í Maribor

Íslenska landsliðið í handknattleik vann magnaðan sigur, 28-29, á Slóvenum í Maribor í kvöld. Íslenska liðið átti magnaða endurkomu í síðari hálfleik og vann frækinn sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×