Sturla Jónsson, sem þekktastur er fyrir störf sín sem vöruflutningabílstjóri, hefur ákveðið að breyta nafni flokks síns úr Framfaraflokknum og mun flokkurinn nú heita Sturla Jónsson - K listinn. Ástæða breytingarinnar segir Sturla vera þá að miklu fleiri þekki nafnið sitt heldur en nafnið Framfaraflokkurinn. Í samtali við Vísi segir Sturla að flokkurinn sé ekki smáframboð, ekki frekar en önnur framboð. „Það eru ekkert færri menn á listanum hjá okkur heldur en hjá Framsóknarflokknum til dæmis," segir hann.
Framboð Sturlu Jónssonar heitir Sturla Jónsson
Jón Hákon Halldórsson skrifar
