Árni Páll skorar á Sigmund Davíð að mæta sér Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. apríl 2013 18:52 Það hefur ekki blásið sérstaklega byrlega fyrir Samfylkingunni í skoðannakönnunum síðustu vikna. Það var hinsvegar hugur í þeim sem mættu á baráttugleði flokksins í Gamla Bíói í dag. Samfylkingarfólk fyllti Gamla Bíó í dag þar sem helstu mál flokksins fyrir komandi kosningar voru reifuð. Ýmsir stigu á stokk, frambjóðendur og skemmtikraftar. Það var létt yfir fólki þrátt fyrir að flokkurinn hafi hrunið í fylgi ef marka má skoðanakannanir síðustu mánaða. Fundinum lauk svo á ræðu formannsins Árna Páls Árnasonar sem vék strax að fylgi flokksins. „Það er gaman að sjá ykkur svona mörg hér í dag. Óhað öllu öðru þá er þetta örugglega stærsti 9,5 prósenta flokkur í heimi," sagði Árni Páll. Evrópusambandsaðild og upptaka nýs gjaldmiðils fékk sitt pláss í ræðu formannsins sem og hræðsla annarra flokka við að ræða þau mál. „Ef framsóknarmenn og sjálfstæðismenn komast til valda tökum við hana ekki upp næstu 40 árin, það er það sem við stöndum fyrir." Árni Páll skoraði einnig á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. „Ég skora þess vegna á hann að koma, og mæta mér. Hann má velja stað og stund í næstu viku. Komdu bara," sagði Árni. Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Það hefur ekki blásið sérstaklega byrlega fyrir Samfylkingunni í skoðannakönnunum síðustu vikna. Það var hinsvegar hugur í þeim sem mættu á baráttugleði flokksins í Gamla Bíói í dag. Samfylkingarfólk fyllti Gamla Bíó í dag þar sem helstu mál flokksins fyrir komandi kosningar voru reifuð. Ýmsir stigu á stokk, frambjóðendur og skemmtikraftar. Það var létt yfir fólki þrátt fyrir að flokkurinn hafi hrunið í fylgi ef marka má skoðanakannanir síðustu mánaða. Fundinum lauk svo á ræðu formannsins Árna Páls Árnasonar sem vék strax að fylgi flokksins. „Það er gaman að sjá ykkur svona mörg hér í dag. Óhað öllu öðru þá er þetta örugglega stærsti 9,5 prósenta flokkur í heimi," sagði Árni Páll. Evrópusambandsaðild og upptaka nýs gjaldmiðils fékk sitt pláss í ræðu formannsins sem og hræðsla annarra flokka við að ræða þau mál. „Ef framsóknarmenn og sjálfstæðismenn komast til valda tökum við hana ekki upp næstu 40 árin, það er það sem við stöndum fyrir." Árni Páll skoraði einnig á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. „Ég skora þess vegna á hann að koma, og mæta mér. Hann má velja stað og stund í næstu viku. Komdu bara," sagði Árni.
Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira