NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2013 11:00 Andre Iguodala. Mynd/AP Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira