Svona segist Sigmundur Davíð ætla að efna kosningaloforðið Boði Logason skrifar 7. apríl 2013 13:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segist viss um að höfuðstóll skulda almennings lækki eftir að gerðir verði samningar við kröfuhafa gömlu bankana. Mynd/Pjetur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segist viss um að höfuðstóll skulda almennings lækki eftir að gerðir verði samningar við kröfuhafa gömlu bankana. Segir hann að heildfjármagnið sé svo mikið, hagsmunir kröfuhafana um að losna út séu svo miklir og að tæki ríkisins um að knýja fram nýja samninga séu svo sterk. Þá segir einnig að óvissa sé um það hversu mikið fjármagn verði eftir í landinu þegar búið verður að gera samninga við kröfuhafana. En það sé ljóst, framkvæmanlegt og rökrétt að það verði nógu mikið fjármagn til að það standi undir skuldaleiðréttingu og meira til. Þá segist hann sannfærður um að höfuðstóll flestra skuldara muni lækka ef málum verði ekki klúðrað. Sigmundur Davíð var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Í meðfylgjandi hljóðbroti má hlusta á viðtalið við Sigmund og einnig lesa spurningar og svör Sigmundar hér að neðan.Niðurfelling eða lækkun skulda, ykkar helsta kosningamál, hljómar fínt en allt kostar og þetta líka. Hver á að borga? „Eins og við höfum farið yfir alloft frá árinu 2009 þá er eðlilegt að kröfuhafar bankanna, eða þrotabú þeirra, fjármagni þessa leiðréttingu lána, sem menn kalla í daglegu tali forsendubrestsins sem varð til þess vegna framferðis og á margan hátt bólumyndunar fjármálastofnana. Á sínum tíma útskýrðum við hvernig þetta mætti gera en aðstæður hafa breyst mikið frá árinu 2009 og þetta er orðið flóknara, en það er ennþá hægt að nýta þetta svigrúm, sem ekki var nýtt á sínum tíma, og það er ekki lengur deilt um að þetta svigrúm sé til staða. Umræðan er orðin auðveldari fyrir vikið."Liggja þessir peningar á lausu? Þetta er óumsamið, er það ekki? Það er alveg óvíst hvort að það sé hægt að sækja þessa peninga. „Ríkið hefur tækin til þess, enda eru það kröfuhafarnir eða þessir vogunarsjóðirnir sem eiga núna 80 til 90% af kröfunum, hafa verið að sækja á það að gengið verði til viðræðna við þá. Frá upphafi hafa þeir vitað að þyrfti að klára þetta með nauðungasamningum. Vegna þess að þeir keyptu sig inn í stöðu, í fyrirtæki sem eru í millibilssástandi það er ekki búið að setja gömlu bankana í þrot, þeir vissu að höftin væru til staðar því það væri ekki hægt að hleypa þessu fjármagni út. Þeir hafa gert sér grein fyrir því frá upphafi að þeir þyrftu að semja. Þeir vita að ríkið hefur hin ýmsu tæki til að þrýsta á um hagstæða samninga, skattlagningarvaldið eða til dæmis þá leið að setja gömlu bankana í þrot og greiða út úr þrotabúum með íslenskum krónum, í samræmi við íslensk lög. [...] Þeir vilja semja, hvatinn og ákafinn kemur frá þeim. Þar af leiðandi er möguleiki fyrir ríkið að semja á þann hátt að það verði svigrúm en fari samt héðan með umtalsverðan hagnað flestir þeirra með margföldun á fjárfestingu sinni."Verður ekki alltaf að setja þann fyrirvara á að þetta er eitthvað sem er ekki búið að semja um, og ekki vitað hvernig það endar fyrr en það er búið að skrifa undir? „Það er einmitt áminning mikilvægi þess að semja vel, við þurfum að fá reynda samningamenn á þessu sviði. Ég sá reyndar í fréttunum í gær að það var verið að fjalla um það að kröfuhafarnir væru búnir að ráða þenna norska sérfræðing í krísustjórnun, Björn Ríkharð Johansen, sem ég man aðeins eftir úr Indefence. Það var verið að ræða það að stjórnvöld ráði Lee Bucheit fyrir sig og ekkert nema gott um það að segja. Það sem vekur svolítilar áhyggjru að menn séu að tala um samningaviðræður núna, þremur vikum fyrir kosningar. Þetta er auðvitað mál sem þarf, eðli málsins samkvæmt, að bíða fram yfir kosningar. Að sjálfsögðu þurfum við að leita aðstoðar þeirra sem færastir eru á þessu sviði. En aðalatriðið er að ríkið hefur tækin til þess að ná fram hagstæðri niðurstöðu."En eins og þú nefnir, setur þú smá óvissu á það hvernig þetta komi til með að enda. Við þurfum ekkert að deila um það? „Auðvitað er óvissa um það hversu mikið fjármagn verður hérna eftir. Það er alveg ljóst að það er framkvæmanlegt og rökrétt að það verði eftir nógu mikið fjármagn til að það standi undir skuldaleiðréttingu og meira til. Ef við tökum líka erlendu eignirnar, sem nema þúsundum milljarða, það er alltaf ljóst að eftirgjöfin á eftir að verða töluvert og nema hundruðum milljarða. Mér heyrist það ekkert vera umdeilt. Ég sá einhversstaðar að seðlabankastjórinn sagði að það þyrfti að vera allavega 75% af innlendu kröfunum, ef ég skildi fréttina rétt."Ef þetta gengur allt eftir, og skuldir verða lækkaðar, geta þá allir sem skulda húsnæðislán gert ráð fyrir því að höfuðstóll verðtryggðra lána muni lækka ef þessir samningar ganga í gegn? „Nú hafa á þessum fjórum árum frá því við fórum fyrst að ræða þetta. Sumir hafa endurfjármagnað, sumir eru nýbúnir að taka fyrstu lánin og svo framvegis. Við getum ekki gert samskonar leiðréttingu á láni sem var tekið í síðasta mánuði og árið 2006. Viðmiðunin hlýtur að vera sú sama og lagt var með í upphafi. Leiðrétting á hinna sérstöku aðstæðna, forsendubrestsins sem að fjármálafyrirtækin í rauninni bjuggu til. Þetta ófyrirsjáanlega verðbólguskot sem leiddi af hruninu. Þá geta menn haft til viðmiðunar, verðbólgumarkmið seðlabankans að það sé eitthvað sem lántakendur hafi getað vænst, en það sem hafi farið fram yfir það getum við skilgreint sem hluta af þessum forsendubresti. Svo er fólk sem er með myntkörfulán sem sumt hvert hefur fengið leiðréttingu sinna mála, en ekki nærri því nógu margir. Það er annað áhyggjuefni hvað bankarnir hafa verið tregir til að fylgja dómafordæmum og ráðast í leiðréttingu lána hjá fólki með slík lán. Menn þurfa að sækja nánast hvert einasta tilvik með miklum tilkostnaði svoleiðis að hluti af þessu verður í því fólginn að flýta dómsmeðferð mála sem varða skuldir, og raunar verðtryggðar skuldir líka."Þannig þú ert sannfærður að með þessum samningum við gömlu bankana og þeim peningum sem koma til eftir það, að höfuðstóll flestra skuldara muni lækka? „Já, ef málum er ekki klúðrað. Það er eins og ég er að ítreka hér, það er engin ástæða til þess að ætla að menn klúðri þeim ef menn gera ekki eitthvað í fljótfærni eða að vanhugsuðu máli. Vegna þess að heildarfjármagnið sem um ræðir er slíkt, hagsmunir kröfuhafana að losna út eru svo miklir og tæki ríkisins til þess að knýja fram nýja samninga er svo sterkt."En það eru ekki bara erlendir vondir sem eiga bankana, það er líka íslenska ríkið? „Jájá íslenska ríkið á þarna kröfur líka og einhverjir lífeyrissjóðir. Það er auðvitað takmarkaður hluti af þessu. Hafðu í huga að það eru vogunarsjóðirnir sem vilja ná fjármagninu út. Íslenska ríkið ætlar væntanlega ekki að flýja með peninginn úr landi."Erum við tilbúin að gera þannig samninga, getum við hleypt þeim út? Þó að þeir slái af kröfum sínum? „Það þarf að slá nógu mikið af kröfunum og það er að renna upp fyrir fólki. Það var ýmislegt sem benti til þess að menn væru komnir langt að klára þetta, án þess að það væri næg eftirgjöf. Þá hófst umræða í fjölmiðlum sem varð til þess sem betur fer að þetta hrökk í baklás. Núna væntanlega munu menn þegar þráðurinn verður tekinn upp aftur nálgast þetta af meiri fagmennsku undir leiðsögn manna sem best þekkja til á þessu sviði." Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segist viss um að höfuðstóll skulda almennings lækki eftir að gerðir verði samningar við kröfuhafa gömlu bankana. Segir hann að heildfjármagnið sé svo mikið, hagsmunir kröfuhafana um að losna út séu svo miklir og að tæki ríkisins um að knýja fram nýja samninga séu svo sterk. Þá segir einnig að óvissa sé um það hversu mikið fjármagn verði eftir í landinu þegar búið verður að gera samninga við kröfuhafana. En það sé ljóst, framkvæmanlegt og rökrétt að það verði nógu mikið fjármagn til að það standi undir skuldaleiðréttingu og meira til. Þá segist hann sannfærður um að höfuðstóll flestra skuldara muni lækka ef málum verði ekki klúðrað. Sigmundur Davíð var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Í meðfylgjandi hljóðbroti má hlusta á viðtalið við Sigmund og einnig lesa spurningar og svör Sigmundar hér að neðan.Niðurfelling eða lækkun skulda, ykkar helsta kosningamál, hljómar fínt en allt kostar og þetta líka. Hver á að borga? „Eins og við höfum farið yfir alloft frá árinu 2009 þá er eðlilegt að kröfuhafar bankanna, eða þrotabú þeirra, fjármagni þessa leiðréttingu lána, sem menn kalla í daglegu tali forsendubrestsins sem varð til þess vegna framferðis og á margan hátt bólumyndunar fjármálastofnana. Á sínum tíma útskýrðum við hvernig þetta mætti gera en aðstæður hafa breyst mikið frá árinu 2009 og þetta er orðið flóknara, en það er ennþá hægt að nýta þetta svigrúm, sem ekki var nýtt á sínum tíma, og það er ekki lengur deilt um að þetta svigrúm sé til staða. Umræðan er orðin auðveldari fyrir vikið."Liggja þessir peningar á lausu? Þetta er óumsamið, er það ekki? Það er alveg óvíst hvort að það sé hægt að sækja þessa peninga. „Ríkið hefur tækin til þess, enda eru það kröfuhafarnir eða þessir vogunarsjóðirnir sem eiga núna 80 til 90% af kröfunum, hafa verið að sækja á það að gengið verði til viðræðna við þá. Frá upphafi hafa þeir vitað að þyrfti að klára þetta með nauðungasamningum. Vegna þess að þeir keyptu sig inn í stöðu, í fyrirtæki sem eru í millibilssástandi það er ekki búið að setja gömlu bankana í þrot, þeir vissu að höftin væru til staðar því það væri ekki hægt að hleypa þessu fjármagni út. Þeir hafa gert sér grein fyrir því frá upphafi að þeir þyrftu að semja. Þeir vita að ríkið hefur hin ýmsu tæki til að þrýsta á um hagstæða samninga, skattlagningarvaldið eða til dæmis þá leið að setja gömlu bankana í þrot og greiða út úr þrotabúum með íslenskum krónum, í samræmi við íslensk lög. [...] Þeir vilja semja, hvatinn og ákafinn kemur frá þeim. Þar af leiðandi er möguleiki fyrir ríkið að semja á þann hátt að það verði svigrúm en fari samt héðan með umtalsverðan hagnað flestir þeirra með margföldun á fjárfestingu sinni."Verður ekki alltaf að setja þann fyrirvara á að þetta er eitthvað sem er ekki búið að semja um, og ekki vitað hvernig það endar fyrr en það er búið að skrifa undir? „Það er einmitt áminning mikilvægi þess að semja vel, við þurfum að fá reynda samningamenn á þessu sviði. Ég sá reyndar í fréttunum í gær að það var verið að fjalla um það að kröfuhafarnir væru búnir að ráða þenna norska sérfræðing í krísustjórnun, Björn Ríkharð Johansen, sem ég man aðeins eftir úr Indefence. Það var verið að ræða það að stjórnvöld ráði Lee Bucheit fyrir sig og ekkert nema gott um það að segja. Það sem vekur svolítilar áhyggjru að menn séu að tala um samningaviðræður núna, þremur vikum fyrir kosningar. Þetta er auðvitað mál sem þarf, eðli málsins samkvæmt, að bíða fram yfir kosningar. Að sjálfsögðu þurfum við að leita aðstoðar þeirra sem færastir eru á þessu sviði. En aðalatriðið er að ríkið hefur tækin til þess að ná fram hagstæðri niðurstöðu."En eins og þú nefnir, setur þú smá óvissu á það hvernig þetta komi til með að enda. Við þurfum ekkert að deila um það? „Auðvitað er óvissa um það hversu mikið fjármagn verður hérna eftir. Það er alveg ljóst að það er framkvæmanlegt og rökrétt að það verði eftir nógu mikið fjármagn til að það standi undir skuldaleiðréttingu og meira til. Ef við tökum líka erlendu eignirnar, sem nema þúsundum milljarða, það er alltaf ljóst að eftirgjöfin á eftir að verða töluvert og nema hundruðum milljarða. Mér heyrist það ekkert vera umdeilt. Ég sá einhversstaðar að seðlabankastjórinn sagði að það þyrfti að vera allavega 75% af innlendu kröfunum, ef ég skildi fréttina rétt."Ef þetta gengur allt eftir, og skuldir verða lækkaðar, geta þá allir sem skulda húsnæðislán gert ráð fyrir því að höfuðstóll verðtryggðra lána muni lækka ef þessir samningar ganga í gegn? „Nú hafa á þessum fjórum árum frá því við fórum fyrst að ræða þetta. Sumir hafa endurfjármagnað, sumir eru nýbúnir að taka fyrstu lánin og svo framvegis. Við getum ekki gert samskonar leiðréttingu á láni sem var tekið í síðasta mánuði og árið 2006. Viðmiðunin hlýtur að vera sú sama og lagt var með í upphafi. Leiðrétting á hinna sérstöku aðstæðna, forsendubrestsins sem að fjármálafyrirtækin í rauninni bjuggu til. Þetta ófyrirsjáanlega verðbólguskot sem leiddi af hruninu. Þá geta menn haft til viðmiðunar, verðbólgumarkmið seðlabankans að það sé eitthvað sem lántakendur hafi getað vænst, en það sem hafi farið fram yfir það getum við skilgreint sem hluta af þessum forsendubresti. Svo er fólk sem er með myntkörfulán sem sumt hvert hefur fengið leiðréttingu sinna mála, en ekki nærri því nógu margir. Það er annað áhyggjuefni hvað bankarnir hafa verið tregir til að fylgja dómafordæmum og ráðast í leiðréttingu lána hjá fólki með slík lán. Menn þurfa að sækja nánast hvert einasta tilvik með miklum tilkostnaði svoleiðis að hluti af þessu verður í því fólginn að flýta dómsmeðferð mála sem varða skuldir, og raunar verðtryggðar skuldir líka."Þannig þú ert sannfærður að með þessum samningum við gömlu bankana og þeim peningum sem koma til eftir það, að höfuðstóll flestra skuldara muni lækka? „Já, ef málum er ekki klúðrað. Það er eins og ég er að ítreka hér, það er engin ástæða til þess að ætla að menn klúðri þeim ef menn gera ekki eitthvað í fljótfærni eða að vanhugsuðu máli. Vegna þess að heildarfjármagnið sem um ræðir er slíkt, hagsmunir kröfuhafana að losna út eru svo miklir og tæki ríkisins til þess að knýja fram nýja samninga er svo sterkt."En það eru ekki bara erlendir vondir sem eiga bankana, það er líka íslenska ríkið? „Jájá íslenska ríkið á þarna kröfur líka og einhverjir lífeyrissjóðir. Það er auðvitað takmarkaður hluti af þessu. Hafðu í huga að það eru vogunarsjóðirnir sem vilja ná fjármagninu út. Íslenska ríkið ætlar væntanlega ekki að flýja með peninginn úr landi."Erum við tilbúin að gera þannig samninga, getum við hleypt þeim út? Þó að þeir slái af kröfum sínum? „Það þarf að slá nógu mikið af kröfunum og það er að renna upp fyrir fólki. Það var ýmislegt sem benti til þess að menn væru komnir langt að klára þetta, án þess að það væri næg eftirgjöf. Þá hófst umræða í fjölmiðlum sem varð til þess sem betur fer að þetta hrökk í baklás. Núna væntanlega munu menn þegar þráðurinn verður tekinn upp aftur nálgast þetta af meiri fagmennsku undir leiðsögn manna sem best þekkja til á þessu sviði."
Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira