„Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ 8. apríl 2013 19:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Kosningar 2013 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira