Bjartsýn þrátt fyrir kannanir Karen Kjartansdóttir skrifar 9. apríl 2013 19:00 Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur." Kosningar 2013 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur."
Kosningar 2013 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira