„Aldrei hægt að eiga of marga stuttermaboli“ 31. mars 2013 09:30 Þórunn Ívarsdóttir lagði stund á stílistanám í Fashion Insitute of Design & Merchandising í Los Angeles. Samhliða náminu hefur hún starfað sem persónulegur stílisti í Bandaríkjunum og vann meðal annars fyrir vefverslunina Nasty Gal. Þórunn flutti heim fyrir skömmu en hefur þó ekki sagt skilið við tískubransann. Hún hefur um nokkurt skeið haldið úti bloggsíðunni Double Pizzazz þar sem hún tjáir sig um tísku og setur inn myndir af því sem hún klæðist. Á síðunni býður hún líka upp á margskonar stílistaþjónustu og tekur meðal annars að sér persónuleg innkaup og heimsóknir í saumaklúbba.Þórunn bloggar t.d. um hluti sem eru ofarlega á óskalistanum á vefsíðunni sinni.„Tískuáhuginn vaknaði mjög snemma hjá mér og held ég að allir mínir nánustu gætu staðfest það. Ég hef alltaf haft gaman að því að að aðstoða fólk við að klæða sig og á auðvelt með að lesa fólk og það auðveldar mér að sjá hvaða snið og litir fara þeim vel", segir Þórunn um ástríðu sína á tísku.Mynd af bloggsíðu Þórunnar.Hvernig viðbrögð hefur stílistaráðgjöf eins og þú ert að bjóða upp á fengið hér heima? „Þetta er búið að fá rosalega góðar móttökur. Ég hef verið að taka að mér að aðstoða einstaklinga, saumaklúbba og jafnvel fengið stór verkefni hjá fyrirtækjum. Íslenskar konur klæða sig mjög vel en stundum þarf að beina fólki í rétta átt hvað varðar snið og liti. Að mínu mati vantar upp á að margar konur sig ekki samkvæmt vaxtalagi og aldri."Þórunn Ívarsdóttir.Hvaða flík er nauðsyn í fataskápinn fyrir sumarið að þínu mati? „Flottir stuttermabolir eru algjör nauðsyn í alla skápa fyrir þetta vor og sumar. Það er aldrei hægt að eiga of marga stuttermaboli í fataskápnum og þeir fara öllum vel. Mér finnst æði hvað það er hægt að algjörlega umbreyta lúkkinu á klassískum stuttermabol fyrir mismunandi tilefni. Þessa dagana hef ég það fyrir reglu að kaupa mína boli alltaf stærðinni fyrir ofan til að fá fram oversized lúkk. Svo klæðist ég þröngum gallabuxum við." Bloggsíðu Þórunnar má finna hér. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Þórunn Ívarsdóttir lagði stund á stílistanám í Fashion Insitute of Design & Merchandising í Los Angeles. Samhliða náminu hefur hún starfað sem persónulegur stílisti í Bandaríkjunum og vann meðal annars fyrir vefverslunina Nasty Gal. Þórunn flutti heim fyrir skömmu en hefur þó ekki sagt skilið við tískubransann. Hún hefur um nokkurt skeið haldið úti bloggsíðunni Double Pizzazz þar sem hún tjáir sig um tísku og setur inn myndir af því sem hún klæðist. Á síðunni býður hún líka upp á margskonar stílistaþjónustu og tekur meðal annars að sér persónuleg innkaup og heimsóknir í saumaklúbba.Þórunn bloggar t.d. um hluti sem eru ofarlega á óskalistanum á vefsíðunni sinni.„Tískuáhuginn vaknaði mjög snemma hjá mér og held ég að allir mínir nánustu gætu staðfest það. Ég hef alltaf haft gaman að því að að aðstoða fólk við að klæða sig og á auðvelt með að lesa fólk og það auðveldar mér að sjá hvaða snið og litir fara þeim vel", segir Þórunn um ástríðu sína á tísku.Mynd af bloggsíðu Þórunnar.Hvernig viðbrögð hefur stílistaráðgjöf eins og þú ert að bjóða upp á fengið hér heima? „Þetta er búið að fá rosalega góðar móttökur. Ég hef verið að taka að mér að aðstoða einstaklinga, saumaklúbba og jafnvel fengið stór verkefni hjá fyrirtækjum. Íslenskar konur klæða sig mjög vel en stundum þarf að beina fólki í rétta átt hvað varðar snið og liti. Að mínu mati vantar upp á að margar konur sig ekki samkvæmt vaxtalagi og aldri."Þórunn Ívarsdóttir.Hvaða flík er nauðsyn í fataskápinn fyrir sumarið að þínu mati? „Flottir stuttermabolir eru algjör nauðsyn í alla skápa fyrir þetta vor og sumar. Það er aldrei hægt að eiga of marga stuttermaboli í fataskápnum og þeir fara öllum vel. Mér finnst æði hvað það er hægt að algjörlega umbreyta lúkkinu á klassískum stuttermabol fyrir mismunandi tilefni. Þessa dagana hef ég það fyrir reglu að kaupa mína boli alltaf stærðinni fyrir ofan til að fá fram oversized lúkk. Svo klæðist ég þröngum gallabuxum við." Bloggsíðu Þórunnar má finna hér.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira