„Aldrei hægt að eiga of marga stuttermaboli“ 31. mars 2013 09:30 Þórunn Ívarsdóttir lagði stund á stílistanám í Fashion Insitute of Design & Merchandising í Los Angeles. Samhliða náminu hefur hún starfað sem persónulegur stílisti í Bandaríkjunum og vann meðal annars fyrir vefverslunina Nasty Gal. Þórunn flutti heim fyrir skömmu en hefur þó ekki sagt skilið við tískubransann. Hún hefur um nokkurt skeið haldið úti bloggsíðunni Double Pizzazz þar sem hún tjáir sig um tísku og setur inn myndir af því sem hún klæðist. Á síðunni býður hún líka upp á margskonar stílistaþjónustu og tekur meðal annars að sér persónuleg innkaup og heimsóknir í saumaklúbba.Þórunn bloggar t.d. um hluti sem eru ofarlega á óskalistanum á vefsíðunni sinni.„Tískuáhuginn vaknaði mjög snemma hjá mér og held ég að allir mínir nánustu gætu staðfest það. Ég hef alltaf haft gaman að því að að aðstoða fólk við að klæða sig og á auðvelt með að lesa fólk og það auðveldar mér að sjá hvaða snið og litir fara þeim vel", segir Þórunn um ástríðu sína á tísku.Mynd af bloggsíðu Þórunnar.Hvernig viðbrögð hefur stílistaráðgjöf eins og þú ert að bjóða upp á fengið hér heima? „Þetta er búið að fá rosalega góðar móttökur. Ég hef verið að taka að mér að aðstoða einstaklinga, saumaklúbba og jafnvel fengið stór verkefni hjá fyrirtækjum. Íslenskar konur klæða sig mjög vel en stundum þarf að beina fólki í rétta átt hvað varðar snið og liti. Að mínu mati vantar upp á að margar konur sig ekki samkvæmt vaxtalagi og aldri."Þórunn Ívarsdóttir.Hvaða flík er nauðsyn í fataskápinn fyrir sumarið að þínu mati? „Flottir stuttermabolir eru algjör nauðsyn í alla skápa fyrir þetta vor og sumar. Það er aldrei hægt að eiga of marga stuttermaboli í fataskápnum og þeir fara öllum vel. Mér finnst æði hvað það er hægt að algjörlega umbreyta lúkkinu á klassískum stuttermabol fyrir mismunandi tilefni. Þessa dagana hef ég það fyrir reglu að kaupa mína boli alltaf stærðinni fyrir ofan til að fá fram oversized lúkk. Svo klæðist ég þröngum gallabuxum við." Bloggsíðu Þórunnar má finna hér. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þórunn Ívarsdóttir lagði stund á stílistanám í Fashion Insitute of Design & Merchandising í Los Angeles. Samhliða náminu hefur hún starfað sem persónulegur stílisti í Bandaríkjunum og vann meðal annars fyrir vefverslunina Nasty Gal. Þórunn flutti heim fyrir skömmu en hefur þó ekki sagt skilið við tískubransann. Hún hefur um nokkurt skeið haldið úti bloggsíðunni Double Pizzazz þar sem hún tjáir sig um tísku og setur inn myndir af því sem hún klæðist. Á síðunni býður hún líka upp á margskonar stílistaþjónustu og tekur meðal annars að sér persónuleg innkaup og heimsóknir í saumaklúbba.Þórunn bloggar t.d. um hluti sem eru ofarlega á óskalistanum á vefsíðunni sinni.„Tískuáhuginn vaknaði mjög snemma hjá mér og held ég að allir mínir nánustu gætu staðfest það. Ég hef alltaf haft gaman að því að að aðstoða fólk við að klæða sig og á auðvelt með að lesa fólk og það auðveldar mér að sjá hvaða snið og litir fara þeim vel", segir Þórunn um ástríðu sína á tísku.Mynd af bloggsíðu Þórunnar.Hvernig viðbrögð hefur stílistaráðgjöf eins og þú ert að bjóða upp á fengið hér heima? „Þetta er búið að fá rosalega góðar móttökur. Ég hef verið að taka að mér að aðstoða einstaklinga, saumaklúbba og jafnvel fengið stór verkefni hjá fyrirtækjum. Íslenskar konur klæða sig mjög vel en stundum þarf að beina fólki í rétta átt hvað varðar snið og liti. Að mínu mati vantar upp á að margar konur sig ekki samkvæmt vaxtalagi og aldri."Þórunn Ívarsdóttir.Hvaða flík er nauðsyn í fataskápinn fyrir sumarið að þínu mati? „Flottir stuttermabolir eru algjör nauðsyn í alla skápa fyrir þetta vor og sumar. Það er aldrei hægt að eiga of marga stuttermaboli í fataskápnum og þeir fara öllum vel. Mér finnst æði hvað það er hægt að algjörlega umbreyta lúkkinu á klassískum stuttermabol fyrir mismunandi tilefni. Þessa dagana hef ég það fyrir reglu að kaupa mína boli alltaf stærðinni fyrir ofan til að fá fram oversized lúkk. Svo klæðist ég þröngum gallabuxum við." Bloggsíðu Þórunnar má finna hér.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira