Nýjasta rósin í hnappagat ofurfyrirsætunnar Cöru Delevingne er að vera mynduð af fatahönnuðinum og goðsögninni Karl Lagerfeld. Hann tók myndir af henni fyrir tímaritið Plastic Dreams, sem skórisinn Melissa gefur reglulega út í takmörkuðu upplagi. Karl heldur sig þó ekki einungis á bak við myndavélina, en hann prýðir bæði forsíðuna og kynningarmyndbandið ásamt fyrirsætunni.
Lagerfeld tekur þátt í að hanna skó fyrir Melissa um þessar mundir, en nýlega skrifaði hann undir samning um að vinna með fyrirtækinu að næstu fjórum línum. Honum er margt til lista lagt.