Innlent

Þessi bönd keppa í úrslitum Músíktilrauna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndir/Brynjar Gunnarsson
Eftir fjögur undankvöld er ljóst hvaða ellefu hljómsveitir koma til með að berjast um sigurinn í Músíktilraunum árið 2013. Úrslitin fara fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardaginn og hefjast klukkan 17.

Hljómsveitirnar ellefu sem keppa til úrslita eru: Aragrúi, CeaseTone, For Colourblind People, Glundroði, Hide Your Kids, In The Company of Men, Kaleo, Kjurr, Skerðing, Vök og Yellow Void.

Músíktilraunir hafa farið fram frá árinu 1982. Yfir eitt þúsund hljómsveitir og tónlistarmenn hafa tekið þátt og ýmsar hljómsveitir slegið í gegn í kjölfarið.

Má nefna Greifana, Maus, Botnleðju, Mínus, XXX Rottwiler hunda og Of Monsters and Men sem dæmi. Þá steig Jónsi í Sigur Rós fyrst á svið í Músíktilraunum með hljómsveitinni Bee Spiders.

Tóndæmi frá hverri hljómsveit má finna hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar um Músíktilraunir má finna á heimasíðu hennar.

Brynjar Gunnarsson ljósmyndari tók myndirnar af hljómsveitunum sem keppa til úrslita. Myndir af Skerðingu, Vök og Yellow Void má finna í flettiglugganum hér fyrir ofan. Hægt er að smella á myndirnar til þess að stækka þær.

AragrúiMynd/Brynjar Gunnarsson


Cease ToneMynd/Brynjar Gunnarsson


For Colourblind PeopleMynd/Brynjar Gunnarsson


GlundroðiMynd/Brynjar Gunnarsson


Hide Your KidsMynd/Brynjar Gunnarsson


In the Company of MenMynd/Brynjar Gunnarsson


KaleoMynd/Brynjar Gunnarsson


KjurrMynd/Brynjar Gunnarsson


Skerðing


Vök


Yellow Void





Fleiri fréttir

Sjá meira


×