Magnús vildi taka sjálfur við ákærunni í Lúxemborg Karen Kjartansdóttir skrifar 22. mars 2013 18:30 Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira