Magnús vildi taka sjálfur við ákærunni í Lúxemborg Karen Kjartansdóttir skrifar 22. mars 2013 18:30 Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg. Fimmtán hafa verið ákærðir af embætti Sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf Landsbankans og Kaupþings í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Upphæðirnar sem um er að ræða nema tugum milljarða króna. Níu starfsmenn Kaupþings eru ákærðir, flestum þeirra voru birtar ákærur á mánudag en sex starfsmönnum gamla Landsbankans voru birtar ákærur á þriðjudag en embætti Séstaks saksóknara bárust fyrirköll frá héraðsdómi sömu daga. Einum starfsmanna Kaupþings var þó ekki hægt að birta ákæru strax en það var Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Magnús að veita lögmanni sínum hér á landi umboð til að taka við ákærunni. Sérstakur saksóknari mun því hafa þurft að hafa samband við lögregluyfirvöld í Lúxemborg sem brugðust við í morgun og birtu Magnúsi ákæruna. Að minnsta kosti þrír aðrir sakborningar eru búsettir erlendis og veittu þeir lögmönnum sínum umboð til að taka við ákæru Sérstaks saksóknara. Karl Axelsson, lögmaður Magnúsar, segir eðlilegt að mönnum sé birt ákæran í eigin persónu þannig séu reglur laga og telur hann ekkert óeðlilegt við að hafa ekki fengið umboð fyrir hönd skjólstæðings síns til að taka við ákærunni. Auk Magnúsar eru helstu stjórnendur Kaupþings ákærðir, en það eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Þeir Magnús, Hreiðar Már og Sigurður eru einnig ákærðir í öðru stóru markaðsmisnotkunar og umboðssvikamáli, svokölluðu al-Thani máli, en aðalmeðferð í því máli fer fram seinni hlutann í aprílmánuði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira