Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 105-90 | Oddaleikur í Hólminum Sigmar Sigfússon í Ljónagryfjunni skrifar 25. mars 2013 14:53 Mynd/Valli Njarðvíkingar sigruðu Snæfell, 105-90 og jöfnuðu einvígið í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Suðurnesjapiltar voru komnir með bakið upp við vegg og urðu að vinna til þess knýja fram oddaleik í Stykkishólmi. Heimamenn unnu verðskuldaðan sigur og var hann aldrei í hættu. Í upphafi leiks gáfu Njarðvíkingar strax tóninn og voru sterkari en Snæfellingar í öllum aðgerðum sínum. Snæfell mætti hreinlega ekki til leiks hérna í Ljónagryfjunni í kvöld. Það er alveg sama á hvaða þætti í þeirri leik er horft á þeir voru langt frá sínu besta. Njarðvíkingar voru aftur á móti sjóðandi heitir og hinn ungi Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvík, sýndi það að hann er orðinn virkilega öflugur leikmaður og stjórnaði þeirra leik eins og herforingi. Elvar setti niður tuttugu stig í leiknum einnig og var maður leiksins að margra mati. Kaninn hjá Njarðvík, Nigel Moore, var sömuleiðis öflugur og skoraði þrjátíu stig. Fyrir Snæfell var Jay Threatt fínn í sókninni og setti nítján stig í leiknum. Það er því ljóst að liðin mætast á ný í hörkuspennandi oddaleik í Hólminum upp á það hvaða lið kemst áfram í fjögurra liða úrslit Dominos deildar karla í körfuknattleik. Ingi Þór: Við vorum bara lélegir í dag „Við vorum alltaf skrefi frá þeim frá upphafi. Ég veit ekki hvort þeir hafi svekkt okkur með þessu myndbandi hérna í upphafi, þvílík langloka satt að segja. Við sofnuðum bara yfir þessu og það var engin stemning í þessu hjá þeim,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, Þjálfari Snæfells, eftir leikinn og vísaði í upphafsatriði Njarðvíkingar. „Vorum algjörlega á hælunum til að byrja með og bara allan leikinn. Fengum á okkur villur trekk í trekk og áræðnin var öll þeirra megin, því miður.“ „Við vorum bara lélegir í dag. Við þurfum að fara aðeins yfir það hvernig við erum að sækja. Vorum að taka skot úr lélegum færum og hittum illa. Leikurinn undir körfunni varð eftir einhverstaðar á Mýrunum, hann fór allavega ekki með hingað í dag.“ „Eins og ég segi var áræðnin öll þeirra megin og þegar þú ert ekki með hana með þér í leiki er alveg sama hvað þú ert að reyna að gera, það gengur ekkert upp,“ sagði Ingi Þór í lokinn. Elvar Már: Mikil pressa á okkur „Við vorum komnir með bakið upp að veggnum og það var mikil pressa á okkur. Þannig að við vorum ákveðnir í því að mæta dýrvitlausir í þennan leik og það skilaði sér,“ sagði hinn ungi og efnilegi leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson, kátur eftir leikinn. „Við vorum að setja niður skotin fyrir utan og svo vorum við að skutla okkur í alla lausa bolta. Það voru einmitt þessir hlutir sem skiluðu þessu sigri hérna í dag. Næsti leikur verður bara barátta upp á líf á dauða, þetta eru bara 50/50 leikur. Við töpuðum með einu stigi í Hólminum um daginn og síðan vinnum við með fimmtán stigum hérna í kvöld. Liðin eru að skiptast á að vinna og ég tel góðar líkur á sigri okkar í næsta leik.“ „Ég verð með Njarðvík á næsta ári og kára menntaskólann svo er stefnan tekin á það að kíkja út,“ sagði Elvar Már í lokin.Njarðvík-Snæfell 105-90 (30-19, 24-26, 21-17, 30-28)Njarðvík: Nigel Moore 30/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/5 stoðsendingar, Marcus Van 13/11 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 11, Ólafur Helgi Jónsson 10/6 fráköst, Ágúst Orrason 8, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Brynjar Þór Guðnason 1.Snæfell: Jay Threatt 19/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ryan Amaroso 15/10 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 13, Jón Ólafur Jónsson 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 11, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Ólafur Torfason 2.Leik lokið: Með sigri Njarðvíkinga 105-90. Snæfellingar komu með sterka pressu sem skilaði sér vel fyrir þá en allt kom fyrir ekkert og heimamenn kláruðu leikinn verðskuldað. Það sást hversu heimavöllur þeirra, Ljónagryfjan, er sterkt vígi. Þá voru Njarðvíkingar einnig komnir upp við vegg í einvíginu og urðu að vinna hérna í kvöld, sem þeir gerðu svo sannarlega. Snæfellingar voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld og áttu fá svör við því sem Njarðvíkingar voru að gera. Liðin mætast því oddaleik í Stykkishólmi næsta fimmtudag. 4. leikhluti: Staðan er 92-74 fyrir Njarðvík þegar um 4 mínútur eru til leiksloka. Það fellur ekkert með Snæfelli í þessum leik, leikmenn gleyma að stíga menn út í vítum og Njarðvíkingar eru mjög ákveðnir að klára þetta þessa stundina. 4. leikhluti: Staðan er 89-71 fyrir Njarðvík. Snæfellingar eiga fá svör við sterku liði heimamanna og ljóst að síðustu fimm mínúturnar verða erfiðar fyrir þá. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé og reynir að peppa sína menn í gang fyrir loka átökin 4. leikhluti: Staðan er 85-66 fyrir heimamenn . Njarðvíkingar byrjuðu betur í fjórða leikhluta en Snæfellingar neita að gefast upp og eru grimmir í vörninni þessa stundina og sýna mikla baráttu undir körfunni. Sóknarlega gengur lítið upp hjá þeim þessa stundina. Óli Ragnar, leikmaður Njarðvík var í þessu að setja niður þrist og er búinn að setja sex stig í röð fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Staðan er 75-62 fyrir Njarðvík í lok þriðja leikhluta. Hjörtur nokkur Einarsson, setti niður baneitraðann þrist fyrir heimamenn og þakið ætlaði af húsinu, slík var stemningin. Enn bæta Njarðvíkingar í og eru Snæfellingar að fjarlægast þá hægt en örugglega. Þeir verða að spýta í lófana í fjórða leikhluta ætla þeir sér sigur hérna í kvöld. Ryan Amaroso, leikmaður Snæfells átti þó flotta troðslu undir lokin og þá skoraði Hafþór Gunnarsson, leikmaður fínan þrist sem varð lokakarfan. Snæfellingar áttu því síðustu fimm stigin í þriðja leikhluta.3. leikhluti: Staðan er 66-52 fyrir Njarðvík þegar um þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta . Njarðvíkingar ganga á lagið og leikhléið hjá Snæfelli skilaði litlu. Flottur kafli hjá Suðurnesjapiltum þessa stundina og eru það Elvar Már og Nigel Moore sem draga vagninn. Snæfellingar virka pirraðir að sjá og eru að klikka á auðveldum skotum. 3.leikhluti: Staðan er 62-49 fyrir Njarðvík og Snæfell tekur leikhlé eftir góðan kafla heimamanna. 3.leikhluti: Staðan er 60-47 fyrir Njarðvík þegar sjö mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Snæfell skoruðu fyrstu stigin með laglegri körfu frá Pálma Sigurgeirssyni. Elvar Már svaraði með góðu langskoti og stjórnar leik Njarðvíkinga eins og herforingi. Nigel Moore, leikmaður Njarðvík setti þá flottan þrist og er eins áður segir mjög heitur í þessum leik. Hálfleikur: Staðan er 54-45 fyrir heimamenn í Njarðvík og flautað hefur verið til hálfleiks. Njarðvíkingar voru mun grimmari í upphafi leiks. En Hólmurum óx ásmegin þegar líða fór á leikinn. Fyrir Heimamenn er Nigel More, stigahæstur með 20 stig og búinn að leika leikmenn Snæfells grátt í fyrri hálfleik. Jón Ólafur eða Nonni Mæju er kominn með fjórar villur í fyrri hálfleik sem er áhyggjuefni fyrir þá. Jay Threatt, leikmaður Snæfells, er kominn með 15 stig í leiknum til þessa og er þeirra stigahæsti maður í fyrri hálfleik. Það er ljóst að seinni hálfleikur verður virkilega spennandi og hart verður barist. 2.leikhluti: Staðan er 50-41 fyrir Njarðvík þegar um ein og hálf mínúta er eftir. Síðustu mínúturnar í öðrum leikhluta voru jafnar og liðin skiptust á að skora. Jay Threatt, leikmaður Snæfells sýndi fína takta á þessu tímabili. Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, fékk dæmda á sig klaufalega villu og gaf Ólafi Helga þrjú skot af vítalínunni. Snæfell var að leita mikið eftir þriggjastigaskotum sem voru ekki að detta hjá þeim. Mikill harka var undir körfunni og baráttan góð. 2.leikhluti: Staðan er 45-36 fyrir Njarðvík þegar 4 mínútur eru eftir af öðrum leikhluta. Elvar Már heldur áfram að spila vel og skorar laglega körfu og fær víti að auki sem hann setti niður. Vörnin hjá heimamönnum er sterk þessa stundina og greinilegt að allt er undir hjá þeim. 2. leikhluti: Staðan er 40-34 fyrir Njarðvík . Snæfellingar eru á hraðri leið að koma sér inn í leikinn. Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, kveikti vel í sínum mönnum með góðum þrist. Sömuleiðis er kaninn þeirra, Jay Threatt, að leika heimamenn grátt. Njarðvík hefur þó enn undirtökin. Hinn ungi Elvar Már Friðriksson er öflugur fyrir Njarðvíkinga. 1. leikhluti: Staðan er 29-19 fyrir Njarðvík þegar fyrsta leikhluta er lokið . Snæfell er hægt og bítandi að minnka muninn. Hafþór Gunnarsson, leikmaður Snæfells er búinn að eiga ágætisleik fyrir sitt lið og er búinn að skora sex af nítján stigum Snæfells í leiknum . Nigel More, leikmaður Njarðvík, er búinn að vera virkilega heitur í fyrsta leikhluta og er kominn með þréttan stig og komu þau úr öllum regnboganslitum. 1. leikhluti:Staðan er 22-9 fyrir Njarðvík eftir sex mínútna leik. Enn eru Njarðvíkingar mun ákveðnari og Snæfell á vandræðum með þá í fyrsta leikhluta. Þeir eru að hitta vel og Snæfell er sömuleiðis að brjóta klaufalega á þeim. Ólafur Helgi Jónsson skoraði góðan þrist og í næstu sókn á eftir hitti Sveinn Davíðsson, leikmaður Snæfell ekki í hringinn úr Þriggja stiga skoti1. leikhluti: Staðan er 13-2 fyrir Njarðvík. Heimamenn skoruðu fyrstu 4 stigin í leiknum. Nigel More, leikmaður Njarðvík, á fínar upphafsmínútur. Heimamenn koma mjög grimmir til leiks og eru mun sterkari þessa stundina. Aðeins þrjár mínútur eru liðnar af leiknum og Snæfell er komið með fimm villur. Snæfell tekur leikhlé.Fyrir leik: Komið sæl og velkomin á boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Áhorfendur streyma inn í íþróttahúsið í Njarðvík, öðrum megin er stúkan alveg græn frá toppi til táar. Þó nokkrir Hólmarar hafa lagt komu sína hingað í kvöld. Snæfell leiðir 1-0 í einvíginu og því ljóst að Njarðvíkingar eru með bakið upp að vegg fyrir leikinn. Þeir geta tryggt sér oddaleik í Stykkishólmi takist þeim að sigra hérna í kvöld. Korter í leik og húsið orðið vel pakkað. Greinilega mikill stemning í bænum fyrir leiknum í kvöld. Njarðvíkingar hafa orðið Íslandsmeistarar oftast síðan að úrslitakeppnin byrjaði, alls 11 sinnum síðan 1984. Mikill stemning ríkir í húsinu þar sem kynning á heimaliðinu stendur yfir. Ljósin slökkt og hálfgerður NBA stæll á þessu hjá Njaðvíkingunum. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Njarðvíkingar sigruðu Snæfell, 105-90 og jöfnuðu einvígið í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Suðurnesjapiltar voru komnir með bakið upp við vegg og urðu að vinna til þess knýja fram oddaleik í Stykkishólmi. Heimamenn unnu verðskuldaðan sigur og var hann aldrei í hættu. Í upphafi leiks gáfu Njarðvíkingar strax tóninn og voru sterkari en Snæfellingar í öllum aðgerðum sínum. Snæfell mætti hreinlega ekki til leiks hérna í Ljónagryfjunni í kvöld. Það er alveg sama á hvaða þætti í þeirri leik er horft á þeir voru langt frá sínu besta. Njarðvíkingar voru aftur á móti sjóðandi heitir og hinn ungi Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvík, sýndi það að hann er orðinn virkilega öflugur leikmaður og stjórnaði þeirra leik eins og herforingi. Elvar setti niður tuttugu stig í leiknum einnig og var maður leiksins að margra mati. Kaninn hjá Njarðvík, Nigel Moore, var sömuleiðis öflugur og skoraði þrjátíu stig. Fyrir Snæfell var Jay Threatt fínn í sókninni og setti nítján stig í leiknum. Það er því ljóst að liðin mætast á ný í hörkuspennandi oddaleik í Hólminum upp á það hvaða lið kemst áfram í fjögurra liða úrslit Dominos deildar karla í körfuknattleik. Ingi Þór: Við vorum bara lélegir í dag „Við vorum alltaf skrefi frá þeim frá upphafi. Ég veit ekki hvort þeir hafi svekkt okkur með þessu myndbandi hérna í upphafi, þvílík langloka satt að segja. Við sofnuðum bara yfir þessu og það var engin stemning í þessu hjá þeim,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, Þjálfari Snæfells, eftir leikinn og vísaði í upphafsatriði Njarðvíkingar. „Vorum algjörlega á hælunum til að byrja með og bara allan leikinn. Fengum á okkur villur trekk í trekk og áræðnin var öll þeirra megin, því miður.“ „Við vorum bara lélegir í dag. Við þurfum að fara aðeins yfir það hvernig við erum að sækja. Vorum að taka skot úr lélegum færum og hittum illa. Leikurinn undir körfunni varð eftir einhverstaðar á Mýrunum, hann fór allavega ekki með hingað í dag.“ „Eins og ég segi var áræðnin öll þeirra megin og þegar þú ert ekki með hana með þér í leiki er alveg sama hvað þú ert að reyna að gera, það gengur ekkert upp,“ sagði Ingi Þór í lokinn. Elvar Már: Mikil pressa á okkur „Við vorum komnir með bakið upp að veggnum og það var mikil pressa á okkur. Þannig að við vorum ákveðnir í því að mæta dýrvitlausir í þennan leik og það skilaði sér,“ sagði hinn ungi og efnilegi leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson, kátur eftir leikinn. „Við vorum að setja niður skotin fyrir utan og svo vorum við að skutla okkur í alla lausa bolta. Það voru einmitt þessir hlutir sem skiluðu þessu sigri hérna í dag. Næsti leikur verður bara barátta upp á líf á dauða, þetta eru bara 50/50 leikur. Við töpuðum með einu stigi í Hólminum um daginn og síðan vinnum við með fimmtán stigum hérna í kvöld. Liðin eru að skiptast á að vinna og ég tel góðar líkur á sigri okkar í næsta leik.“ „Ég verð með Njarðvík á næsta ári og kára menntaskólann svo er stefnan tekin á það að kíkja út,“ sagði Elvar Már í lokin.Njarðvík-Snæfell 105-90 (30-19, 24-26, 21-17, 30-28)Njarðvík: Nigel Moore 30/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/5 stoðsendingar, Marcus Van 13/11 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 11, Ólafur Helgi Jónsson 10/6 fráköst, Ágúst Orrason 8, Maciej Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Brynjar Þór Guðnason 1.Snæfell: Jay Threatt 19/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ryan Amaroso 15/10 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 13, Jón Ólafur Jónsson 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 11, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Ólafur Torfason 2.Leik lokið: Með sigri Njarðvíkinga 105-90. Snæfellingar komu með sterka pressu sem skilaði sér vel fyrir þá en allt kom fyrir ekkert og heimamenn kláruðu leikinn verðskuldað. Það sást hversu heimavöllur þeirra, Ljónagryfjan, er sterkt vígi. Þá voru Njarðvíkingar einnig komnir upp við vegg í einvíginu og urðu að vinna hérna í kvöld, sem þeir gerðu svo sannarlega. Snæfellingar voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld og áttu fá svör við því sem Njarðvíkingar voru að gera. Liðin mætast því oddaleik í Stykkishólmi næsta fimmtudag. 4. leikhluti: Staðan er 92-74 fyrir Njarðvík þegar um 4 mínútur eru til leiksloka. Það fellur ekkert með Snæfelli í þessum leik, leikmenn gleyma að stíga menn út í vítum og Njarðvíkingar eru mjög ákveðnir að klára þetta þessa stundina. 4. leikhluti: Staðan er 89-71 fyrir Njarðvík. Snæfellingar eiga fá svör við sterku liði heimamanna og ljóst að síðustu fimm mínúturnar verða erfiðar fyrir þá. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, tekur leikhlé og reynir að peppa sína menn í gang fyrir loka átökin 4. leikhluti: Staðan er 85-66 fyrir heimamenn . Njarðvíkingar byrjuðu betur í fjórða leikhluta en Snæfellingar neita að gefast upp og eru grimmir í vörninni þessa stundina og sýna mikla baráttu undir körfunni. Sóknarlega gengur lítið upp hjá þeim þessa stundina. Óli Ragnar, leikmaður Njarðvík var í þessu að setja niður þrist og er búinn að setja sex stig í röð fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Staðan er 75-62 fyrir Njarðvík í lok þriðja leikhluta. Hjörtur nokkur Einarsson, setti niður baneitraðann þrist fyrir heimamenn og þakið ætlaði af húsinu, slík var stemningin. Enn bæta Njarðvíkingar í og eru Snæfellingar að fjarlægast þá hægt en örugglega. Þeir verða að spýta í lófana í fjórða leikhluta ætla þeir sér sigur hérna í kvöld. Ryan Amaroso, leikmaður Snæfells átti þó flotta troðslu undir lokin og þá skoraði Hafþór Gunnarsson, leikmaður fínan þrist sem varð lokakarfan. Snæfellingar áttu því síðustu fimm stigin í þriðja leikhluta.3. leikhluti: Staðan er 66-52 fyrir Njarðvík þegar um þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta . Njarðvíkingar ganga á lagið og leikhléið hjá Snæfelli skilaði litlu. Flottur kafli hjá Suðurnesjapiltum þessa stundina og eru það Elvar Már og Nigel Moore sem draga vagninn. Snæfellingar virka pirraðir að sjá og eru að klikka á auðveldum skotum. 3.leikhluti: Staðan er 62-49 fyrir Njarðvík og Snæfell tekur leikhlé eftir góðan kafla heimamanna. 3.leikhluti: Staðan er 60-47 fyrir Njarðvík þegar sjö mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Snæfell skoruðu fyrstu stigin með laglegri körfu frá Pálma Sigurgeirssyni. Elvar Már svaraði með góðu langskoti og stjórnar leik Njarðvíkinga eins og herforingi. Nigel Moore, leikmaður Njarðvík setti þá flottan þrist og er eins áður segir mjög heitur í þessum leik. Hálfleikur: Staðan er 54-45 fyrir heimamenn í Njarðvík og flautað hefur verið til hálfleiks. Njarðvíkingar voru mun grimmari í upphafi leiks. En Hólmurum óx ásmegin þegar líða fór á leikinn. Fyrir Heimamenn er Nigel More, stigahæstur með 20 stig og búinn að leika leikmenn Snæfells grátt í fyrri hálfleik. Jón Ólafur eða Nonni Mæju er kominn með fjórar villur í fyrri hálfleik sem er áhyggjuefni fyrir þá. Jay Threatt, leikmaður Snæfells, er kominn með 15 stig í leiknum til þessa og er þeirra stigahæsti maður í fyrri hálfleik. Það er ljóst að seinni hálfleikur verður virkilega spennandi og hart verður barist. 2.leikhluti: Staðan er 50-41 fyrir Njarðvík þegar um ein og hálf mínúta er eftir. Síðustu mínúturnar í öðrum leikhluta voru jafnar og liðin skiptust á að skora. Jay Threatt, leikmaður Snæfells sýndi fína takta á þessu tímabili. Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, fékk dæmda á sig klaufalega villu og gaf Ólafi Helga þrjú skot af vítalínunni. Snæfell var að leita mikið eftir þriggjastigaskotum sem voru ekki að detta hjá þeim. Mikill harka var undir körfunni og baráttan góð. 2.leikhluti: Staðan er 45-36 fyrir Njarðvík þegar 4 mínútur eru eftir af öðrum leikhluta. Elvar Már heldur áfram að spila vel og skorar laglega körfu og fær víti að auki sem hann setti niður. Vörnin hjá heimamönnum er sterk þessa stundina og greinilegt að allt er undir hjá þeim. 2. leikhluti: Staðan er 40-34 fyrir Njarðvík . Snæfellingar eru á hraðri leið að koma sér inn í leikinn. Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, kveikti vel í sínum mönnum með góðum þrist. Sömuleiðis er kaninn þeirra, Jay Threatt, að leika heimamenn grátt. Njarðvík hefur þó enn undirtökin. Hinn ungi Elvar Már Friðriksson er öflugur fyrir Njarðvíkinga. 1. leikhluti: Staðan er 29-19 fyrir Njarðvík þegar fyrsta leikhluta er lokið . Snæfell er hægt og bítandi að minnka muninn. Hafþór Gunnarsson, leikmaður Snæfells er búinn að eiga ágætisleik fyrir sitt lið og er búinn að skora sex af nítján stigum Snæfells í leiknum . Nigel More, leikmaður Njarðvík, er búinn að vera virkilega heitur í fyrsta leikhluta og er kominn með þréttan stig og komu þau úr öllum regnboganslitum. 1. leikhluti:Staðan er 22-9 fyrir Njarðvík eftir sex mínútna leik. Enn eru Njarðvíkingar mun ákveðnari og Snæfell á vandræðum með þá í fyrsta leikhluta. Þeir eru að hitta vel og Snæfell er sömuleiðis að brjóta klaufalega á þeim. Ólafur Helgi Jónsson skoraði góðan þrist og í næstu sókn á eftir hitti Sveinn Davíðsson, leikmaður Snæfell ekki í hringinn úr Þriggja stiga skoti1. leikhluti: Staðan er 13-2 fyrir Njarðvík. Heimamenn skoruðu fyrstu 4 stigin í leiknum. Nigel More, leikmaður Njarðvík, á fínar upphafsmínútur. Heimamenn koma mjög grimmir til leiks og eru mun sterkari þessa stundina. Aðeins þrjár mínútur eru liðnar af leiknum og Snæfell er komið með fimm villur. Snæfell tekur leikhlé.Fyrir leik: Komið sæl og velkomin á boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Áhorfendur streyma inn í íþróttahúsið í Njarðvík, öðrum megin er stúkan alveg græn frá toppi til táar. Þó nokkrir Hólmarar hafa lagt komu sína hingað í kvöld. Snæfell leiðir 1-0 í einvíginu og því ljóst að Njarðvíkingar eru með bakið upp að vegg fyrir leikinn. Þeir geta tryggt sér oddaleik í Stykkishólmi takist þeim að sigra hérna í kvöld. Korter í leik og húsið orðið vel pakkað. Greinilega mikill stemning í bænum fyrir leiknum í kvöld. Njarðvíkingar hafa orðið Íslandsmeistarar oftast síðan að úrslitakeppnin byrjaði, alls 11 sinnum síðan 1984. Mikill stemning ríkir í húsinu þar sem kynning á heimaliðinu stendur yfir. Ljósin slökkt og hálfgerður NBA stæll á þessu hjá Njaðvíkingunum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira