„Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. mars 2013 16:07 Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag. Kosningar 2013 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag.
Kosningar 2013 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira