„Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. mars 2013 16:07 Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira