Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 82-77 | Stjarnan í undanúrslit Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 28. mars 2013 18:15 Stjarnan vann Keflavík 82-77 í æsispennandi oddaleik 8-liða úrslita Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Garðabæ kvöld. Keflavík hafði lengi vel yfirhöndina í leiknum en Stjörnumenn komu til baka í lokaleikhlutanum. Heimamenn voru sterkari á lokasprettinum, sýndu mikla seiglu og tryggðu sér sæti í undanúrslitum.. Mikill taugatitringur var hjá báðum liðum fyrstu mínútur leiksins enda mikið undir. Keflvíkingar byrjuðu betur en Stjörnumenn voru ekki lengi að komast í takt við leikinn. Brian Mills, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í fyrsta leikhlutanum og tróð oft á tíðum frábærlega yfir leikmenn Keflavíkur. Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, átti sína spretti og setti niður tvær þriggja stiga körfur í röð á mikilvægum tímapunkti. Því fóru gestirnir með átta stiga forskot í annan leikhluta, 23-15. Keflvíkingar voru mun betri í upphafi annars leikhluta og voru virkilega ákveðnir. Liðið náði mest tólf stiga forystu 38-26 í fjórðungnum. Liðið spilaði virkilega vel og náði að koma öllum leikmönnum inn í leikinn. Á meðan var aðeins einn leikmaður með meðvitund hjá Stjörnunni, Brian Mills sem gerði 19 stig í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn réttu þó úr kútnum undir lok hálfleiksins og munaði aðeins sex stigum á liðinum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Staðan 41-47. Þriðji leikhlutinn var virkilega spennandi. Keflvíkingar voru þó ávallt einu skrefi á undan og var staðan 62-52 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn hófu lokaleikhlutann betur og náðu að minnka muninn fljótlega niður í þrjú stig 66-63. Þegar Stjarnan komst yfir 70-68 varð allt vitlaust í Ágarði. Stjörnumenn voru sterkari á lokasprettinum og unnu magnaðan sigur 82-77. Garðbæingar eru því komnir áfram í undanúrslitin þar sem þeir mæta Snæfelli. Hér að ofan má sjá myndband af fögnuði Stjörnumanna í leikslok.Úrslit:Stjarnan-Keflavík 82-77 (15-23, 26-24, 11-15, 30-15)Stjarnan: Brian Mills 32/7 fráköst/3 varin skot, Jarrid Frye 21/10 fráköst/7 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 16/4 fráköst, Justin Shouse 7/6 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 6/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.Keflavík: Billy Baptist 24/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 16/5 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13/5 fráköst, Michael Craion 10/10 fráköst/4 varin skot, Valur Orri Valsson 7, Arnar Freyr Jónsson 5, Snorri Hrafnkelsson 2, Ragnar Gerald Albertsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0. Sigurður: Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin„Við vorum með þetta í hendi okkar síðustu tvær mínúturnar en síðan fóru menn illa að ráði sínu undir lokin," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við átt að vinna leikinn en svona er körfuboltinn, þeirra skot duttu í lokin en ekki okkar. Svona er bara einfaldlega körfuboltinn." „Ég er bara mjög svekktur fyrir hönd strákana að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik." „Ég vill samt nota tækifærið og óska Stjörnumönnum til hamingju með sigurinn. Þetta eru tvö frábær lið og synd að annað hvort liðið hafi fallið úr leik."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Marvin: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í boltanum„Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í körfubolta og sérstaklega að vera partur af svona góðu liði," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það eru forréttindi að spila á móti svona góðum liðum og sérstaklega að vinna þau. Ég er ekkert það þreyttur eftir þennan leik, smá haltur en mér fannst ég persónulega ekki neitt sérstaklega góður í þessum leik, hitti ekki svona vel." „Þessi tvö lið er svokallaðir erkifjendur í boltanum, það er mikil virðing á milli þeirra en það er eitthvað hatur á milli þessara liða sem gerir þetta enn skemmtilegra." „Það verður spennandi að mæta Snæfell og viðureignir þessara liða hafa verið spennandi undanfarið, ég hlakka bara til að mæta þeim."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bein textalýsing Leik lokið: Stjarnan vinnur frábæran og ótrúlegan sigur 82-77. 4. leikhluti: Staðan er 80-77 og Magnús Þór Gunnarsson fær sína fimmtu villu. Það eru 8 sekúndur eftir af leiknum og Stjarnan með boltann. Þetta verður gríðarlega erfitt fyrir Keflavík. 4. leikhluti: Fjögur stig í röð frá Stjörninni og staðan orðin 78-77 þegar 45 sek eru eftir. 4. leikhluti: Billy Baptist að setja niður þrist fyrir Keflavík og koma þeim þremur stigum yfir 77-74 þegar 1:44 eru á klukkunni. 4. leikhluti: Stjarnan komið fjórum stigum yfir 74-70 þegar Fannar Helgason setur niður körfu. 4. leikhluti: Stjarnan er að komast yfir í fyrsta skipti síðan í fyrsta leikhluta. Staðan er 70-68 þegar Jarrid Frye setur niður körfu fyrir heimamenn. 4. leikhluti: Fimm mínútur eftir og staðan er 68-68. Justin Shouse að jafna með þristi. 4. leikhluti: Munar aðeins þremur stigum núna 66-63. Þakið er að rifna af húsinu. 4. leikhluti: Stjörnumenn byrja leikhlutann betur og er staðan 62-56, spennan að verða ólýsanleg. 3. leikhluti: Magnús Þór að setja niður rosalegan þrist og staðan 62-52 fyrir Keflavík eftir þriðja leikhlutann. Munar tíu stigum á liðunum fyrir loka leikhlutann. Þetta verður fáranlega spennandi. 3. leikhluti: Keflvíkingar að ná tökum á leiknum á ný og leiða leikinn 55-47 en Stjörnumenn aldrei langt undan. Leikurinn spilast virkilega hægt þessa stundina og mikið um að leikurinn stoppi vegna brota eða menn taka leikhlé. 3. leikhluti: Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fær hér dæmda á sig tæknivillu fyrir að hrinda Fannari Helgasyni. Það er allt að verða vitlaust. Staðan 49-45 fyrir gestina. 3. leikhluti: Villunum rignir inn þessa stundina og lítið um körfubolta. 3. leikhluti: Svakaleg harka strax í öðrum leikhluta og menn kasta sér um allt parketið á eftir hverjum bolta. Staðan er 49-43 fyrir Keflavík. Hálfleikur: Staðan í hálfleik er 47-41 og framundan frábær síðari hálfleikur, því get ég lofað. 2. leikhluti: Spurning hvort stemmningin sé að snúast við en Marvin Valdemarsson var að setja niður mikilvægan þrist og náðu Stjörnumenn að fiska ruðning í næstu sókn. Heimamenn brunuði í sókn og Jarrid Frye setti niður þrist. Staðan er 45-39 fyrir Keflavík. 2. leikhluti: Eini maður Stjörnunnar sem er með meðvitund er Brian Mills en hann hefur reyndar verið stórkostlegur og gert 19 stig þegar þrjár mínútur eru enn eftir að fyrri hálfleiknum.2. leikhluti: Keflvíkingar nýta sér breidd sína en sex leikmenn liðsins hafa skorað stig þeirra og dreifist stigaskorið nokkuð jafnt. Staðan er 44-31 fyrir Keflavík. 2. leikhluti: Rétt þegar maður hélt að heimamenn væru að koma með áhlaup þá svöruðu Keflvíkingar vel og hafa náð 12 stiga forkoti 38-26. Stjörnumenn þurfa að bæta varnarleik sinn umtalsvert. 2. leikhluti: Stjörnumenn að koma til baka og gerðist það um leið og leikstjórnandi liðsins kom inná völlinn en þeir einfaldlega hafa ekki efni á því að Shouse hvíli mikið. Staðan er 32-24 fyrir Keflavík. 2. leikhluti: Keflvíkingar halda áfram sínum frábæra leik og eru komnir með 11 stiga forystu 31-20. Stjörnumenn eru í bullandi vandamálum sóknarlega og þá sérstaklega þegar Justin Shouse er á varamannabekknum. 1. leikhluti: Staðan eftir fyrstu tíu mínútur leiksins er 23-15 fyrir Keflavík. 1. leikhluti: Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflvíkur með tvo þrista í röð beint í andlitið á heimamönnum og staðan er orðin 23-15 fyrir Keflavík. Frábær kafli hjá gestunum. 1. leikhluti: Brian Mills var að troða af mikilli fagmennsku yfir tvö leikmenn Keflavíkur. Magnaður stökkraftur sem leikmaðurinn er með. Staðan er 13-9 fyrir Stjörnunni og fjórar mínútur eftir af leikhlutanum. 1. leikhluti: Marvin kominn með fjögur stig og Stjarnan leiðir leikinn 7-5. Það er greinilega nokkuð mikill taugatitringur í báðum liðum enda mikið undir. 1. leikhluti: Marvin Valdemarsson byrjar í liði Stjörnunnar en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og spurning hvort hann sé orðin alveg heill. Hann skorar í það minnsta tvö fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Fyrir leik: Nú er leikurinn við það að byrja og allir klárir. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum fyrir Stöð2Sport ásamt Svala Björgvinssyni. Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur í stúkuna og allt klárt. Þetta verður magnaður leikur, það er á hreinu. Húsið er smekkfullt og mikil læti. Fylgist með hér á Vísi. Fyrir leik: Þetta einvígi hefur verið magnað. Stjarnan vann fyrsta leik liðanna nokkuð sannfærandi og þá var förinni haldið í Keflavík fyrir leik tvö. Keflvíkingar unnu þann leik sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér en Jovan Zdravevski var dæmdur í leikbann fyrir að ýta við Magnúsi Þór Gunnarssyni, leikmanni Keflavíkur, en Stjörnumenn vildu meina að um leikaraskap væri að ræða hjá Magnúsi. Leikmenn og þjálfarar liðanna hafa verið að skiptast á skotum í fjölmiðlum undanfarna daga og það má fastlega búast við hörkuleik í kvöld.Fyrir leik: Hér var orðið fullt 45 mínútum fyrir leik og brjáluð stemmning. Fyrir leik: Jæja góðir lesendur það er komið að oddaleik Stjörnunnar og Keflavíkur en liðið sem vinnur hér í kvöld fer áfram í undanúrslit. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Stjarnan vann Keflavík 82-77 í æsispennandi oddaleik 8-liða úrslita Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Garðabæ kvöld. Keflavík hafði lengi vel yfirhöndina í leiknum en Stjörnumenn komu til baka í lokaleikhlutanum. Heimamenn voru sterkari á lokasprettinum, sýndu mikla seiglu og tryggðu sér sæti í undanúrslitum.. Mikill taugatitringur var hjá báðum liðum fyrstu mínútur leiksins enda mikið undir. Keflvíkingar byrjuðu betur en Stjörnumenn voru ekki lengi að komast í takt við leikinn. Brian Mills, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í fyrsta leikhlutanum og tróð oft á tíðum frábærlega yfir leikmenn Keflavíkur. Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, átti sína spretti og setti niður tvær þriggja stiga körfur í röð á mikilvægum tímapunkti. Því fóru gestirnir með átta stiga forskot í annan leikhluta, 23-15. Keflvíkingar voru mun betri í upphafi annars leikhluta og voru virkilega ákveðnir. Liðið náði mest tólf stiga forystu 38-26 í fjórðungnum. Liðið spilaði virkilega vel og náði að koma öllum leikmönnum inn í leikinn. Á meðan var aðeins einn leikmaður með meðvitund hjá Stjörnunni, Brian Mills sem gerði 19 stig í fyrri hálfleiknum. Stjörnumenn réttu þó úr kútnum undir lok hálfleiksins og munaði aðeins sex stigum á liðinum þegar liðin gengu til búningsherbergja. Staðan 41-47. Þriðji leikhlutinn var virkilega spennandi. Keflvíkingar voru þó ávallt einu skrefi á undan og var staðan 62-52 fyrir lokaleikhlutann. Stjörnumenn hófu lokaleikhlutann betur og náðu að minnka muninn fljótlega niður í þrjú stig 66-63. Þegar Stjarnan komst yfir 70-68 varð allt vitlaust í Ágarði. Stjörnumenn voru sterkari á lokasprettinum og unnu magnaðan sigur 82-77. Garðbæingar eru því komnir áfram í undanúrslitin þar sem þeir mæta Snæfelli. Hér að ofan má sjá myndband af fögnuði Stjörnumanna í leikslok.Úrslit:Stjarnan-Keflavík 82-77 (15-23, 26-24, 11-15, 30-15)Stjarnan: Brian Mills 32/7 fráköst/3 varin skot, Jarrid Frye 21/10 fráköst/7 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 16/4 fráköst, Justin Shouse 7/6 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 6/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.Keflavík: Billy Baptist 24/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 16/5 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13/5 fráköst, Michael Craion 10/10 fráköst/4 varin skot, Valur Orri Valsson 7, Arnar Freyr Jónsson 5, Snorri Hrafnkelsson 2, Ragnar Gerald Albertsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0. Sigurður: Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin„Við vorum með þetta í hendi okkar síðustu tvær mínúturnar en síðan fóru menn illa að ráði sínu undir lokin," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við átt að vinna leikinn en svona er körfuboltinn, þeirra skot duttu í lokin en ekki okkar. Svona er bara einfaldlega körfuboltinn." „Ég er bara mjög svekktur fyrir hönd strákana að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik." „Ég vill samt nota tækifærið og óska Stjörnumönnum til hamingju með sigurinn. Þetta eru tvö frábær lið og synd að annað hvort liðið hafi fallið úr leik."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Marvin: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í boltanum„Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í körfubolta og sérstaklega að vera partur af svona góðu liði," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Það eru forréttindi að spila á móti svona góðum liðum og sérstaklega að vinna þau. Ég er ekkert það þreyttur eftir þennan leik, smá haltur en mér fannst ég persónulega ekki neitt sérstaklega góður í þessum leik, hitti ekki svona vel." „Þessi tvö lið er svokallaðir erkifjendur í boltanum, það er mikil virðing á milli þeirra en það er eitthvað hatur á milli þessara liða sem gerir þetta enn skemmtilegra." „Það verður spennandi að mæta Snæfell og viðureignir þessara liða hafa verið spennandi undanfarið, ég hlakka bara til að mæta þeim."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bein textalýsing Leik lokið: Stjarnan vinnur frábæran og ótrúlegan sigur 82-77. 4. leikhluti: Staðan er 80-77 og Magnús Þór Gunnarsson fær sína fimmtu villu. Það eru 8 sekúndur eftir af leiknum og Stjarnan með boltann. Þetta verður gríðarlega erfitt fyrir Keflavík. 4. leikhluti: Fjögur stig í röð frá Stjörninni og staðan orðin 78-77 þegar 45 sek eru eftir. 4. leikhluti: Billy Baptist að setja niður þrist fyrir Keflavík og koma þeim þremur stigum yfir 77-74 þegar 1:44 eru á klukkunni. 4. leikhluti: Stjarnan komið fjórum stigum yfir 74-70 þegar Fannar Helgason setur niður körfu. 4. leikhluti: Stjarnan er að komast yfir í fyrsta skipti síðan í fyrsta leikhluta. Staðan er 70-68 þegar Jarrid Frye setur niður körfu fyrir heimamenn. 4. leikhluti: Fimm mínútur eftir og staðan er 68-68. Justin Shouse að jafna með þristi. 4. leikhluti: Munar aðeins þremur stigum núna 66-63. Þakið er að rifna af húsinu. 4. leikhluti: Stjörnumenn byrja leikhlutann betur og er staðan 62-56, spennan að verða ólýsanleg. 3. leikhluti: Magnús Þór að setja niður rosalegan þrist og staðan 62-52 fyrir Keflavík eftir þriðja leikhlutann. Munar tíu stigum á liðunum fyrir loka leikhlutann. Þetta verður fáranlega spennandi. 3. leikhluti: Keflvíkingar að ná tökum á leiknum á ný og leiða leikinn 55-47 en Stjörnumenn aldrei langt undan. Leikurinn spilast virkilega hægt þessa stundina og mikið um að leikurinn stoppi vegna brota eða menn taka leikhlé. 3. leikhluti: Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, fær hér dæmda á sig tæknivillu fyrir að hrinda Fannari Helgasyni. Það er allt að verða vitlaust. Staðan 49-45 fyrir gestina. 3. leikhluti: Villunum rignir inn þessa stundina og lítið um körfubolta. 3. leikhluti: Svakaleg harka strax í öðrum leikhluta og menn kasta sér um allt parketið á eftir hverjum bolta. Staðan er 49-43 fyrir Keflavík. Hálfleikur: Staðan í hálfleik er 47-41 og framundan frábær síðari hálfleikur, því get ég lofað. 2. leikhluti: Spurning hvort stemmningin sé að snúast við en Marvin Valdemarsson var að setja niður mikilvægan þrist og náðu Stjörnumenn að fiska ruðning í næstu sókn. Heimamenn brunuði í sókn og Jarrid Frye setti niður þrist. Staðan er 45-39 fyrir Keflavík. 2. leikhluti: Eini maður Stjörnunnar sem er með meðvitund er Brian Mills en hann hefur reyndar verið stórkostlegur og gert 19 stig þegar þrjár mínútur eru enn eftir að fyrri hálfleiknum.2. leikhluti: Keflvíkingar nýta sér breidd sína en sex leikmenn liðsins hafa skorað stig þeirra og dreifist stigaskorið nokkuð jafnt. Staðan er 44-31 fyrir Keflavík. 2. leikhluti: Rétt þegar maður hélt að heimamenn væru að koma með áhlaup þá svöruðu Keflvíkingar vel og hafa náð 12 stiga forkoti 38-26. Stjörnumenn þurfa að bæta varnarleik sinn umtalsvert. 2. leikhluti: Stjörnumenn að koma til baka og gerðist það um leið og leikstjórnandi liðsins kom inná völlinn en þeir einfaldlega hafa ekki efni á því að Shouse hvíli mikið. Staðan er 32-24 fyrir Keflavík. 2. leikhluti: Keflvíkingar halda áfram sínum frábæra leik og eru komnir með 11 stiga forystu 31-20. Stjörnumenn eru í bullandi vandamálum sóknarlega og þá sérstaklega þegar Justin Shouse er á varamannabekknum. 1. leikhluti: Staðan eftir fyrstu tíu mínútur leiksins er 23-15 fyrir Keflavík. 1. leikhluti: Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflvíkur með tvo þrista í röð beint í andlitið á heimamönnum og staðan er orðin 23-15 fyrir Keflavík. Frábær kafli hjá gestunum. 1. leikhluti: Brian Mills var að troða af mikilli fagmennsku yfir tvö leikmenn Keflavíkur. Magnaður stökkraftur sem leikmaðurinn er með. Staðan er 13-9 fyrir Stjörnunni og fjórar mínútur eftir af leikhlutanum. 1. leikhluti: Marvin kominn með fjögur stig og Stjarnan leiðir leikinn 7-5. Það er greinilega nokkuð mikill taugatitringur í báðum liðum enda mikið undir. 1. leikhluti: Marvin Valdemarsson byrjar í liði Stjörnunnar en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og spurning hvort hann sé orðin alveg heill. Hann skorar í það minnsta tvö fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Fyrir leik: Nú er leikurinn við það að byrja og allir klárir. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum fyrir Stöð2Sport ásamt Svala Björgvinssyni. Bjarni Ben, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mættur í stúkuna og allt klárt. Þetta verður magnaður leikur, það er á hreinu. Húsið er smekkfullt og mikil læti. Fylgist með hér á Vísi. Fyrir leik: Þetta einvígi hefur verið magnað. Stjarnan vann fyrsta leik liðanna nokkuð sannfærandi og þá var förinni haldið í Keflavík fyrir leik tvö. Keflvíkingar unnu þann leik sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér en Jovan Zdravevski var dæmdur í leikbann fyrir að ýta við Magnúsi Þór Gunnarssyni, leikmanni Keflavíkur, en Stjörnumenn vildu meina að um leikaraskap væri að ræða hjá Magnúsi. Leikmenn og þjálfarar liðanna hafa verið að skiptast á skotum í fjölmiðlum undanfarna daga og það má fastlega búast við hörkuleik í kvöld.Fyrir leik: Hér var orðið fullt 45 mínútum fyrir leik og brjáluð stemmning. Fyrir leik: Jæja góðir lesendur það er komið að oddaleik Stjörnunnar og Keflavíkur en liðið sem vinnur hér í kvöld fer áfram í undanúrslit.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira