Pistorius frjálst að keppa út um allan heim 28. mars 2013 13:17 Pistorius hefur fengið leyfi til þess að ferðast og keppa. Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð á unnustu sinni. Honum er engu að síður frjálst að ferðast út um allan heim og keppa í spretthlaupum. Pistorius er laus gegn tryggingargjaldi en frelsi hans var þó takmarkað. Hann áfrýjaði frelsisskerðingu sinni og hafði betur. Dómari í heimalandinu hefur nú úrskurðað að Pistorius megi keppa út um allan heim. Hann má einnig fara aftur til heimabæjar síns, Pretoria, hvar hann skaut unnustu sína, Reeva Steenkamp. Upprunalega átti Pistorius að afhenda vegabréf sitt, halda sig frá heimabænum og fólki sem tengist málinu. Einnig átti hann að koma til lögreglunnar á tveggja vikna fresti og gangast undir lyfjapróf en Pistorius var settur í áfengisbann. Lögfræðingum hans fannst þetta allt of langt gengið og sögðu hann vera í stofufangelsi. Þeir sögðu að skjólstæðingur sinn hlyti að mega ferðast og afla sér tekna eins og aðrir. Það fengu þeir í gegn. Nú verða menn að bíða og sjá hvort Pistorius fer til annarra landa og keppir meðan hann bíður eftir að mál sitt verði tekið fyrir. Það myndi án vafa vekja heimsathygli. Pistorius neitar sök í morðmálinu. Segist hafa talið sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Erlendar Oscar Pistorius Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð á unnustu sinni. Honum er engu að síður frjálst að ferðast út um allan heim og keppa í spretthlaupum. Pistorius er laus gegn tryggingargjaldi en frelsi hans var þó takmarkað. Hann áfrýjaði frelsisskerðingu sinni og hafði betur. Dómari í heimalandinu hefur nú úrskurðað að Pistorius megi keppa út um allan heim. Hann má einnig fara aftur til heimabæjar síns, Pretoria, hvar hann skaut unnustu sína, Reeva Steenkamp. Upprunalega átti Pistorius að afhenda vegabréf sitt, halda sig frá heimabænum og fólki sem tengist málinu. Einnig átti hann að koma til lögreglunnar á tveggja vikna fresti og gangast undir lyfjapróf en Pistorius var settur í áfengisbann. Lögfræðingum hans fannst þetta allt of langt gengið og sögðu hann vera í stofufangelsi. Þeir sögðu að skjólstæðingur sinn hlyti að mega ferðast og afla sér tekna eins og aðrir. Það fengu þeir í gegn. Nú verða menn að bíða og sjá hvort Pistorius fer til annarra landa og keppir meðan hann bíður eftir að mál sitt verði tekið fyrir. Það myndi án vafa vekja heimsathygli. Pistorius neitar sök í morðmálinu. Segist hafa talið sig vera að skjóta innbrotsþjóf.
Erlendar Oscar Pistorius Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira