Tískuheimurinn gæti lært ýmislegt af íslenskum fatahönnuðum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. mars 2013 09:30 Tískuvefurinn Fashionista.com birti grein í vikunni sem lofsamar hugsjónir og samstöðu íslenskra fatahönnuða. Jo Piazza, blaðamaður þar á bæ, var stödd hérlendis fyrir skömmmu þar sem hún fylgdist með Reykjavík fashion Festival og lét vel af dvölinni. Í greininni talar Piazza um sterka stöðu Íslendinga í kvenréttindabaráttunni og nefnir nokkrum sinnum að hér á landi hafi fyrsti kvenforseti heims verið kosinn. Hún er hrifin af sjálfstæði og sjálfsöryggi íslenskra kvenna og hvernig íslensk fatahönnun ýtir undir það. „Á Íslandi erum við konurnar mjög sjálfstæðar og ákveðnar. Við erum einfaldlega stoltar af því að vera konur", sagði Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth í samtali við hana, en hún segist hafa haft þá hugsun að leiðarljósi þegar hún hannaði línuna sem sýnd var á RFF.Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth.Elínrós Líndal og Katrín María Káradóttir, stofnendur ELLU, segjast hafa fengið nóg af skilaboðum úr tískuheiminum til kvenna um að þær væru ekki nógu grannar eða ungar. Þær ákváðu því að taka málin í sínar hendur og hófu að hanna fatnað fyrir konur á framabraut sem hafa ekkert til að skammast sín fyrir.Elínrós Líndal.Piazza var mikið baksviðs á RFF og segir að andúmsloftið hafi einkennst af sameiginlegri virðingu og kurteisi. Hlutum sem mætti vera meira af á stóru tískuvikunum. Greinina má lesa í heild sinni hér. RFF Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískuvefurinn Fashionista.com birti grein í vikunni sem lofsamar hugsjónir og samstöðu íslenskra fatahönnuða. Jo Piazza, blaðamaður þar á bæ, var stödd hérlendis fyrir skömmmu þar sem hún fylgdist með Reykjavík fashion Festival og lét vel af dvölinni. Í greininni talar Piazza um sterka stöðu Íslendinga í kvenréttindabaráttunni og nefnir nokkrum sinnum að hér á landi hafi fyrsti kvenforseti heims verið kosinn. Hún er hrifin af sjálfstæði og sjálfsöryggi íslenskra kvenna og hvernig íslensk fatahönnun ýtir undir það. „Á Íslandi erum við konurnar mjög sjálfstæðar og ákveðnar. Við erum einfaldlega stoltar af því að vera konur", sagði Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth í samtali við hana, en hún segist hafa haft þá hugsun að leiðarljósi þegar hún hannaði línuna sem sýnd var á RFF.Una Hlín, yfirhönnuður Andersen & Lauth.Elínrós Líndal og Katrín María Káradóttir, stofnendur ELLU, segjast hafa fengið nóg af skilaboðum úr tískuheiminum til kvenna um að þær væru ekki nógu grannar eða ungar. Þær ákváðu því að taka málin í sínar hendur og hófu að hanna fatnað fyrir konur á framabraut sem hafa ekkert til að skammast sín fyrir.Elínrós Líndal.Piazza var mikið baksviðs á RFF og segir að andúmsloftið hafi einkennst af sameiginlegri virðingu og kurteisi. Hlutum sem mætti vera meira af á stóru tískuvikunum. Greinina má lesa í heild sinni hér.
RFF Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira