Gunnar Andrésson tekur við Gróttuliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2013 11:15 Gunnar Andrésson stýrir hér Aftureldingu á móti Gróttu. Mynd/Vilhelm Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla. Gunnar Andrésson þjálfaði áður Aftureldingu í Mosfellsbæ og kom þeim upp í N1 deild karla fyrir tveimur árum og einnig þjálfaði hann í Sviss við góðan orðstír. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokk fyrr en að hann hætti óvænt með Mosfellsliðið í október 2011. „Við erum sérlega ánægð að hafa krækt í Gunnar sem næsta þjálfara meistaraflokks og erum viss um að með honum náum við að halda áfram þeirri vegferð sem lagt var af stað í fyrr með Ágústi. Gunnar hefur náð góðum árangri, bæði sem leikmaður og þjálfari og við erum sannfærð um að hann muni hjálpa okkur í þeirri uppbyggingu sem við vinnum að í handboltanum á Seltjarnarnesi" segir Davíð B. Gíslason, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, í umræddri fréttatilkynningu. „Ég er spenntur að taka við þessu starfi hjá Gróttu" segir Gunnar Andrésson. „Seltirningar hafa náð að skapa góða umgjörð í kringum handboltann og það er margt spennandi að gerast þar. Meistaraflokkurinn samanstendur að mestu af uppöldum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér auk þess sem margir ungir leikmenn eru að koma upp sem munu láta að sér kveða. Það er frábært tækifæri að fá að hafa áhrif á þessa þróun og freista þess að koma meistaraflokki í hóp þeirra bestu á komandi árum," sagði Gunnar í fréttatilkynningunni. Grótta tryggði sér á dögunum sæti í umspili um sæti í N1 deild karla og mun mæta Valsmönnum í þeirri keppni eftir páska. Fyrsti leikur liðanna er í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla. Gunnar Andrésson þjálfaði áður Aftureldingu í Mosfellsbæ og kom þeim upp í N1 deild karla fyrir tveimur árum og einnig þjálfaði hann í Sviss við góðan orðstír. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokk fyrr en að hann hætti óvænt með Mosfellsliðið í október 2011. „Við erum sérlega ánægð að hafa krækt í Gunnar sem næsta þjálfara meistaraflokks og erum viss um að með honum náum við að halda áfram þeirri vegferð sem lagt var af stað í fyrr með Ágústi. Gunnar hefur náð góðum árangri, bæði sem leikmaður og þjálfari og við erum sannfærð um að hann muni hjálpa okkur í þeirri uppbyggingu sem við vinnum að í handboltanum á Seltjarnarnesi" segir Davíð B. Gíslason, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, í umræddri fréttatilkynningu. „Ég er spenntur að taka við þessu starfi hjá Gróttu" segir Gunnar Andrésson. „Seltirningar hafa náð að skapa góða umgjörð í kringum handboltann og það er margt spennandi að gerast þar. Meistaraflokkurinn samanstendur að mestu af uppöldum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér auk þess sem margir ungir leikmenn eru að koma upp sem munu láta að sér kveða. Það er frábært tækifæri að fá að hafa áhrif á þessa þróun og freista þess að koma meistaraflokki í hóp þeirra bestu á komandi árum," sagði Gunnar í fréttatilkynningunni. Grótta tryggði sér á dögunum sæti í umspili um sæti í N1 deild karla og mun mæta Valsmönnum í þeirri keppni eftir páska. Fyrsti leikur liðanna er í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira