Teitur Örlygsson stýrði í gær Stjörnumönnum til sigurs í oddaleik á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en þetta var þriðja árið í röð sem Stjarnan vinnu oddaleik í átta liða úrslitunum.
Stjörnumenn áttu frábæran endasprett og tryggðu sér 82-77 sigur með því að vinna síðustu tíu mínútur leiksins 30-15 en Keflavík var 62-52 yfir fyrir lokaleikhlutann.
Teitur var þarna annað árið í röð að vinna oddaleik á móti liði Sigurðar Ingimundarsonar og hefur nú 5-3 forystu í oddaleikjum kappanna sem hafa mæst átta sinnum sem leikmenn eða þjálfarar í úrslitakeppninni síðustu áratugi. Átta af tólf einvígum Teits og Sigurðar í úrslitakeppni hafa farið alla leið í úrslitakeppni en Teitur hefur nú sjö sinum tekið þátt í að slá út lið Sigurðar í úrslitakeppni.
Teitur bætti ennfremur sigurhlutfall sitt í oddaleikjum á ferlinum en hann hefur nú verið í sigurliði í 13 af 20 oddaleikjum sem leikmaður (10-5) eða þjálfari (3-2) en það gerir 65 prósent sigurhlutfall.
Oddaleikir Teits Örlygssonar og Sigurðar Ingimundarsonar
Oddaleikir um sæti í undanúrslitum:
2010: Stjarnan 72-88 Njarðvík (Sigurður vann)
2012: Stjarnan 94-87 (77-77) Keflavík (Teitur)
2013: Stjarnan 82-77 Keflavík (Teitur)
Oddaleikir um sæti í lokaúrslitum:
1990: Keflavík 88-86 (74-74, 76-76) Njarðvík (Sigurður)
1994: Keflavík 91-98 Njarðvík (Teitur)
1998: Njarðvík 93-88 Keflavík (Teitur)
Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn:
1991: Njarðvík 84-75 Keflavík (Teitur)
1999: Keflavík 88-82 Njarðvík (Sigurður)
Samantekt:
Sigrar Teits Örlygssonar: 5 (2 sem þjálfari)
Sigrar Sigurðar Ingimundarsonar: 3 (2 sem þjálfari)
Einvígi Teits og Sigurðar í úrslitakeppni
Undanúrslit 1986 Njarðvík-Keflavík 2-0 (Teitur 1-0)
Undanúrslit 1990 Keflavík-Njarðvík 2-1 (Sigurður 1-1)
Lokaúrslit 1991 Njarðvík-Keflavík 3-2 (Teitur 2-1)
Undanúrslit 1994 Keflavík-Njarðvík 1-2 (Teitur 3-1)
Undanúrslit 1996 Njarðvík-Keflavík 1-3 (Sigurður 2-3)
Undanúrslit 1998 Njarðvík-Keflavík 3-2 (Teitur 4-2)
Lokaúrslit 1999 Keflavík-Njarðvík 3-2 (Sigurður 3-4)
Lokaúrslit 2002 Keflavík-Njarðvík 0-3 (Teitur 5-3)
Undanúrslit 2003 Keflavík-Njarðvík 3-0 (Sigurður 4-5)
8 liða úrslit 2010 Stjarnan-Njarðvík 1-2 (Sigurður 5-5)
8 liða úrslit 2012 Stjarnan-Keflavík 2-1 (Teitur 6-5)
8 liða úrslit 2013 Stjarnan-Keflavík 2-1 (Teitur 7-5)
Samantekt
Teitur vann: 6 (2013, 2012, 2002, 1998, 1994, 1991, 1986)
Sigurður vann: 5 (2010, 2003, 1999, 1996, 1990)
Staðan er nú 5-3 fyrir Teit
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti




Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn
