Konurnar halda forsetanum á tánum í klæðaburði Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 29. mars 2013 18:53 Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims að mati eins stærsta tískutímarits Bandaríkjanna. Það er tímaritið Vanity Fair sem tekur listann saman en þar segir að stíll Ólafs sé fágaður og er honum sérstaklega hrósað fyrir gleraugun og tvíhneppt jakkaföt. Jakkafatavalið er sagt minna á breskt háskólasamfélag á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugun séu hins vegar í bandarískum flugmannastíl frá sjöunda áratugnum. Þá er einnig minnst á spjátrungslega hárgreiðslu forsetans, sem sögð er hans eigin. Á listanum með Ólafi eru ekki ómerkari menn en Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta. Hugrún Halldórsdóttir hitti Svavar Örn og Friðrik Ómar í dag sem segja konurnar í lífi forsetans hafa haldið honum á tánum hvað varðar klæðaburð í gegnum tíðina. Þeir segja forsetann vel eiga heima á listanum góða og að tíðindin séu gleðileg þar sem hann hafi hingað til fallið eilítið í skuggann á Dorrit forsetafrú. „Þegar ég var að vinna upp á Stöð 2 í sminkinu kom hann oft þarna. Ég hef séð hann allt frá því að vera í kaðlapeysu sem fjármálaráðherra og allt upp í það að vera forsetaframbjóðandi og forseti,“ segir Svavar Örn. „Hann hefur haft gullfallegar konur alltaf sér við hlið sem eflaust hafa náð að aðstoða manninn einhvern veginn og hann er greinilega að njóta góðs af því,“ bætir hann við. Friðrik Ómar segir að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið reffilegur og flottur.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira