Tíska og hönnun

Rauði krossinn efnir til söfnunar á hönnunarvöru

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Rauði kross Íslands hefur efnt til sérstakrar söfnunnar á hönnunarvöru í tilefni af HönnunarMars. Fólk er hvatt til að leyfa fallegum flíkum sem hafa fengið að dúsa inni í skáp að öðlast nýtt líf og styrkja í leiðinni gott málefni.

„Okkur langaði til þess að gera eitthvað í sambandi við HönnunarMars og datt í hug að byrja söfnun á hönnunarvöru. Margir Íslendingar luma á mikið af fallegum hönnunarflíkum og sumar hreinlega týnast uppi í skáp. Þetta er tilvalið tækifæri til að taka til í fataskápnum og styrkja gott málefni", segir Hildur Rósa Konráðsdóttir, sem starfar hjá versluninni 9Lífum. Það stendur til að koma þeim flíkum sem safnast inn í 9Líf eða aðrar búðir á vegum Rauða krossins á næstu dögum. Fólk getur því búist við því að finna skemmtilegar hönnunarvörur þar á HönnunarMars.

Hildur Rósa Konráðsdóttir hveturfólk til að gefa hönnunarvöru sem komin er til ára sinna nýtt líf.
Tekið verður við flíkum í 9Lífum í ATMO á laugavegi og í helstu söfnunargámum. Nánari upplýsingar má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×