Reykjavík Fashion Festival hefst í kvöld Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. mars 2013 09:30 Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Coca-Cola Light á Íslandi mun við sama tilefni veita Ásgrími Má Friðrikssyni, útskriftarnema úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, viðurkenningu. Hann var fenginn til að útfæra innsetningu á Reykjavik Fashion Festival í ár í samstarfi við þýsku sýningarhönnuðina frá Atelier Kontrast, sem styrkt er af Coca-Cola Light. Innsetningin verður til sýnis á aðaldegi RFF, laugardaginn 16. mars, í Hörpu.Verk Ásgríms ber nafnið HotAir og verður mjög áberandi í Hörpu á laugardaginn.Verkið verður mjög áberandi, en Ásgrímur segir hugmyndina hafa kviknað út frá því að fylla hvít form með sömu efnum og notuð eru við gerð fallhlífa, með lofti. Loftið gerir það að verkum að formin verða á stanslausri hreyfingu og innsetningin virkar lifandi.Ásgrímur Már, fatahönnuður.Rannveig er mjög spennt yfir verkefninu og segir það vera framhald af samstarfi sem Coca-Cola Light vann með íslenska tískumerkinu Shadow Creatures í fyrra. „Við viljum gera okkar besta til að styðja við bakið á íslenskri hönnun, en samstarfið við Shadow Creatures gekk vonum framar. Í þetta sinn fengum við þá hugmynd að gefa einum upprennandi hönnuði tækifæri á að láta ljós sitt skína á RFF. Þetta er alveg einstakt tækifæri fyrir ungan hönnuð, innsetningin verður mjög áberandi og á ekki eftir að fara fram hjá neinum. Að sjálfsögðu verður svo Coke Light á boðstólnum", segir Rannveig.Rannveig var sérstaklega ánægð með samstarfi Coca-Cola Light við Shadow Creatures og vill halda áfram að styrkja fatahönnun.www.rff.is RFF Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.Rannveig Hrönn Brink, markaðsstjóri Coca-Cola Light á Íslandi mun við sama tilefni veita Ásgrími Má Friðrikssyni, útskriftarnema úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands, viðurkenningu. Hann var fenginn til að útfæra innsetningu á Reykjavik Fashion Festival í ár í samstarfi við þýsku sýningarhönnuðina frá Atelier Kontrast, sem styrkt er af Coca-Cola Light. Innsetningin verður til sýnis á aðaldegi RFF, laugardaginn 16. mars, í Hörpu.Verk Ásgríms ber nafnið HotAir og verður mjög áberandi í Hörpu á laugardaginn.Verkið verður mjög áberandi, en Ásgrímur segir hugmyndina hafa kviknað út frá því að fylla hvít form með sömu efnum og notuð eru við gerð fallhlífa, með lofti. Loftið gerir það að verkum að formin verða á stanslausri hreyfingu og innsetningin virkar lifandi.Ásgrímur Már, fatahönnuður.Rannveig er mjög spennt yfir verkefninu og segir það vera framhald af samstarfi sem Coca-Cola Light vann með íslenska tískumerkinu Shadow Creatures í fyrra. „Við viljum gera okkar besta til að styðja við bakið á íslenskri hönnun, en samstarfið við Shadow Creatures gekk vonum framar. Í þetta sinn fengum við þá hugmynd að gefa einum upprennandi hönnuði tækifæri á að láta ljós sitt skína á RFF. Þetta er alveg einstakt tækifæri fyrir ungan hönnuð, innsetningin verður mjög áberandi og á ekki eftir að fara fram hjá neinum. Að sjálfsögðu verður svo Coke Light á boðstólnum", segir Rannveig.Rannveig var sérstaklega ánægð með samstarfi Coca-Cola Light við Shadow Creatures og vill halda áfram að styrkja fatahönnun.www.rff.is
RFF Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira