NBA í nótt: Kobe á bekknum en Lakers vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 11:00 Kobe Bryant fer hér yfir málin með Dwight Howard. Mynd/AP Kobe Bryant gat lítið beitt sér þegar að LA Lakers mætti Indiana á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann engu að síður leikinn, 99-93. Bryant meiddist í síðasta leik er hann tognaði illa á ökkla. Hann var engu að síður í byrjunarliðinu og spilaði fyrsta leikhlutann. Það var augljóst að hann átti lítið erindi inn á völlinn. Hann skaut fimm sinnum en skoraði ekkert. Bryant kom ekkert við sögu eftir fyrsta leikhlutann inn á vellinum. Hann reyndi þó að hafa áhrif utan vallarins og var duglegur að kalla leikmenn til sín og gefa þeim hin ýmsu ráð. Hann gerðist í raun þjálfari liðsins og það með þessum ágæta árangri. Bryant var spurður eftir leik hvað hann myndi gera ef hann þyrfti að vera frá í lengri tíma vegna meiðslanna „Ég ætla bara að halda áfram að þjálfa," sagði hann og uppskar hlátur blaðamanna. Dwight Howard setti niður mikilvæga körfu þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum og það tryggði Lakers sigurinn. Hann skoraði 20 stig og Metta World Peace nítján. Hjá Indiana var George Hill stigahæstur með 27 stig en Paul George kom næstur með 29 stig. Miami vann sinn 21. sigur í röð er liðið mætti Milwaukee á útivelli. Lokatölur voru 107-94. LeBron James og Chris Bosh skoruðu 28 stig hvor í leiknum en Miami er aðeins eitt fjögurra liða í sögu deildarinnar sem hafa unnið 20 leiki í röð. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Indiana þann 1. febrúar síðastliðinn.Úrslit næturinnar: Toronto - Charlotte 92-78 Washington - New Orleans 96-87 Indiana - LA Lakers 93-99 Atlanta - Phoenix 107-94 Houston - Minnesota 108-100 Oklahoma City - Orlando 117-104 Milwaukee - Miami 94-107 Dallas - Cleveland 96-86 Denver - Memphis 87-80 Golden State - Chicago 95-113 NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Kobe Bryant gat lítið beitt sér þegar að LA Lakers mætti Indiana á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann engu að síður leikinn, 99-93. Bryant meiddist í síðasta leik er hann tognaði illa á ökkla. Hann var engu að síður í byrjunarliðinu og spilaði fyrsta leikhlutann. Það var augljóst að hann átti lítið erindi inn á völlinn. Hann skaut fimm sinnum en skoraði ekkert. Bryant kom ekkert við sögu eftir fyrsta leikhlutann inn á vellinum. Hann reyndi þó að hafa áhrif utan vallarins og var duglegur að kalla leikmenn til sín og gefa þeim hin ýmsu ráð. Hann gerðist í raun þjálfari liðsins og það með þessum ágæta árangri. Bryant var spurður eftir leik hvað hann myndi gera ef hann þyrfti að vera frá í lengri tíma vegna meiðslanna „Ég ætla bara að halda áfram að þjálfa," sagði hann og uppskar hlátur blaðamanna. Dwight Howard setti niður mikilvæga körfu þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum og það tryggði Lakers sigurinn. Hann skoraði 20 stig og Metta World Peace nítján. Hjá Indiana var George Hill stigahæstur með 27 stig en Paul George kom næstur með 29 stig. Miami vann sinn 21. sigur í röð er liðið mætti Milwaukee á útivelli. Lokatölur voru 107-94. LeBron James og Chris Bosh skoruðu 28 stig hvor í leiknum en Miami er aðeins eitt fjögurra liða í sögu deildarinnar sem hafa unnið 20 leiki í röð. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Indiana þann 1. febrúar síðastliðinn.Úrslit næturinnar: Toronto - Charlotte 92-78 Washington - New Orleans 96-87 Indiana - LA Lakers 93-99 Atlanta - Phoenix 107-94 Houston - Minnesota 108-100 Oklahoma City - Orlando 117-104 Milwaukee - Miami 94-107 Dallas - Cleveland 96-86 Denver - Memphis 87-80 Golden State - Chicago 95-113
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira