Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím 16. mars 2013 16:47 Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér. Stím málið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir í dag á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. Málið snýst um deilu vegna skjólstæðings hans en Lex hefur stefnt Jakobi Valgeiri Flosasyni, fyrrverandi stjórnarformanni Stím ehf., fyrir hönd slitastjórnar Glitnis vegna tjóns sem Glitnir á að hafa orðið fyrir vegna lánveitinga til félagsins í byrjun árs 2008. Eins og kunnugt er þá var Stím afhjúpað í fjölmiðlum skömmu eftir hrun en í ljós kom að félagið fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Málinu var meðal annars vísað til Fjármálaeftirlitsins og Embætti sérstaks saksóknara. Í bloggi sem Sigurður birtir segir að krafist sé 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður segir að hann hafi krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað. Hann hafi þó ítrekað þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex hafi skilið sem hótun. Sigurður skrifar: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Svo skrifar Sigurður: „Lögmenn Lex sem stýrðu fyrir Glitni banka hf. stærsta hluthafa í Stími ehf. og auk þess fjórum félögum, sem keyptu eignir af Stími ehf. eiga hins vegar að vera ábyrgðarlausir, þó þeir hafi brotið gegn lögum um bókhald, ársreikninga og einkahlutafélög." Færslunni lýkur hann svo á þessum orðum: „Ég hlakka til að fá niðurstöðu siðanefndar Lögmannsfélags Íslands. Reikna ekki með öðru en að verða ávíttur, kannski sektaður og látinn bera kostnað Lex, enda grafalvarlegt mál að gera þá kröfu, að um lögmenn gildi sömu reglur um ábyrgð á rekstri hlutafélaga og aðra menn." Ekki náðist í Sigurð G. Guðjónsson við vinnslu fréttarinnar. Bloggfærsluna má lesa hér.
Stím málið Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira