Sport

Kolbeinn Höður næstsíðastur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski hópurinn á EM. Með Anótu og Kolbeinu eru þau Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, og Unnur Sigurðardóttir sem er starfsmaður mótsins og aðstoðarmaður íslenska hópsins.  Unnur er búsett í Växjö.
Íslenski hópurinn á EM. Með Anótu og Kolbeinu eru þau Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, og Unnur Sigurðardóttir sem er starfsmaður mótsins og aðstoðarmaður íslenska hópsins. Unnur er búsett í Växjö. Mynd/Heimasíða FRÍ
Kolbeinn Höður Gunnarsson frá UFA endaði í 20. og næstsíðasta sæti af þeim sem luku löglega keppni í 400 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem hófst í dag í Gautaborg í Svíþjóð.

Kolbeinn Höður, sem er fæddur 1995, kom í mark á 48,88 sekúndum en hann á best 48,03 sekúndur frá því fyrr í vetur. Hann var yngsti keppandinn í hlaupinu og á því framtíðina fyrir sér.

"Að loknu hlaupi sagði Kolbeinn að þátttaka sín í hlaupinu hafi verið ótrúleg lífsreynsla og hann væri fullur þakklætis fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Hann var staðráðinn í því að setja þessa reynslu í reynslubankann og gera betur næst," segir um hlaupið inn á heimasíðu FRÍ.

Tólf keppendur komust áfram í undanúrslitin en sá sem var síðastur inn kom í mark á 47.59 sekúndum. Tékkinn Pavel Maslák hljóp hraðast eða á 46,54 sekúndum.

Aníta Hinriksdóttir hleypur í undanrásum 800 metra hlaupsins klukkan 16:52 í dag að íslenskum tíma. Hún er skráð á aðra braut í þriðja riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×