Vill klára málið eftir kosningar 2. mars 2013 18:30 Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili. Kosningar 2013 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Eitt af umdeildari málum núverandi ríkisstjórnar hefur verið stjórnarskrármálið svokallaða. Málið hefur mætt mikilli andstöðu minnihlutans á Alþingi og nú þegar líður að þinglokum er málið rétt að komast í aðra umræðu eftir að meirihluti Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar samþykkti nýtt meirihlutaálit í fyrradag. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar augljóst að ekki takist að klára málið í heild sinni á þessu þingi. Hann ætlar því að leggja til við formenn hinna flokkanna að samið verði um hvaða mál komist í gegn og að hluti stjórnarskrárfrumvarpsins verði kláraður nú og að það verði síðan verkefni næsta þings að klára málið. Þetta verði gert í formi þingsályktunar. Hann leggur áherslu á að þrjú mál verði kláruð. „Ég vil sjá breytingaákvæði, þannig að það sé raunsætt að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili. Ég vil sjá ákvæði um þjóðareign á auðlindum, við erum búin að ræða það í þrettán ár og ég vorkenni engum flokki að taka afstöðu til þess. Og ég vil sjá ákvæði um þjóðaratkvæði þannig að þjóðin geti fengið mál til afgreiðslu. Það held ég að séu lykilatriðin sem ég held að við ættum að geta afgreitt núna." Þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum við þessum hugmyndum innan stjórnarflokkanna varð þó heldur lítið um svör. Valgerður Bjarnadóttir formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem borið hefur hitann og þungann í þessu máli fyrir hönd Samfylkingarinnar vildi ekkert tjá sig um útspil Árna í dag. Sama sagði Álfheiður Ingadóttir þingkona VG og varaformaður nefndarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænnar sagði að þar á bæ hafi menn einsett sér að fara vel yfir meirihlutaálit nefndarinnar og taka stöðuna á ný eftir helgi. Þannig sé málið nú statt hvað sig varði. Aðrir þingmenn stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jóhönnu SIgurðardóttur forsætisráðherra sem ávallt hefur lagt þunga áherslu á að stjórnarskrármálið klárist á þessu kjörtímabili.
Kosningar 2013 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira