Tíska og hönnun

Allt upp á við hjá Ostwald Helgason

Leiðin virðist bara liggja upp á við hjá hálfíslenska hönnunarteyminu Ostwald Helgason, en línan sem sýnd var á tískuvikunni í New York fyrir skömmu hefur fengið mikið lof í tískuheiminum. Nú nýlega hófu þau svo samstarf með hátískunetversluninni Moda Operandi, en stofnandi og framkvæmdarstjóri verslunarinnar er Íslendingurinn Áslaug Magnúsdóttir. Frá þessu greindi Vogue.com, en samstarfið hófst með því að línan var kynnt í London í febrúar og er nú til sölu í heild sinni á modaoperandi.com. Meðal annarra hönnuða sem selja hönnun sína á síðunni eru Marc Jacobs, Jean Paul Gaultier, Valentino og Versace. Það er því ljós að Ostwald Helgason eru komin á ansi háan stall í bransanum.

Ingvar Helgason á kynningunni sem gerð var í samstarfi við Moda Operandi í London
Haust-og vetrarlína Ostwald Helgason er fáanleg á Modaoperandi.com
Áslaug Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdarstjóri Moda Operandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.