Tíska og hönnun

Undir áhrifum Viktoríutímans

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tískuhús Alexanders McQueen á það til að draga áhorfendur með sér inn í ævintýraheim á sýningum sínum. Í þetta sinn minnti sögusviðið á Viktoríutímann þar sem áhrifn voru ýmist komin frá klæðaburði riddara eða drottninga. Grófar málmgrímur sveipuðu fyrirsæturnar dulúð, ásamt því sem Sarah Burton, yfirhönnuður McQueen, notaðist við brynjur úr málmi, hálskraga, perlur, fjaðrir og krínólínur. Línan einkenndist af guðdómlegum smáatriðum sem umfram allt voru algjör draumur fyrir augað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×