Tíska og hönnun

Rómantískt og ævintýralegt yfirbragð

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lína Valentino sem sýnd var á tískuvikunni í París á dögunum var hreint út sagt dásamleg. Rómantíkin sveif yfir vötnum, en innblásturinn var sóttur í ævintýri og málverk þar sem áhrif frá Mjallhvíti, Lísu í undralandi og Rauðhettu komust greinilega til skila á sýningarpöllunum. Segja má að fatnaðurinn hafi verið stelpulegur og kvenlegur á sama tíma, en yfirhönnuðirnir Maria Grazia Chiuri og Pierpaolo Piccioli léku sér með að gera bæði stuttar og gófsíðar útfærslur af svipuðum kjólum. Útkoman varð gullfalleg, klæðileg og rómantísk lína í miklum anda tískuhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×