Tíska og hönnun

Dita Von Teese í þrívíddarkjól

Glamúrdívan Dita Von Teese mætti í svokölluðum þvívíddarkjól á viðburð fyrr í vikunni og vakti, eins og gefur að skilja, mikla athygli. Kjóllinn var hannaður af arkitektinum Francis Bitonti og hönnuðuinum Michael Schmidt, en þeir hafa framleitt nokkra sambærilega kjóla fyrir poppstjörnuna Lady Gaga. Kjóll Ditu var gerður úr næloni og prentaður út úr þar til gerðum þrívíddarprentara í sautján hlutum sem svo voru saumaðir saman. Ferlið við að framleiða kjólinn tók þrjá mánuði, en hann fór Ditu afskaplega vel, enda gerður til að bókstaflega faðma fallegar línur hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×