Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 22-25 | Valur bikarmeistari Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 10. mars 2013 00:01 Mynd/Daníel Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn. Olís-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Valur varð í dag bikarmeistari kvenna annað árið í röð. Þær unnu þá Fram í stórskemmtilegum leik í Laugardalshöllinni 25-22. Fram var yfir í hálfleik en Valsstúlkur áttu ótrúlega endurkomu í síðari hálfleik og tryggðu sér bikarinn. Þarna voru að keppa tvö bestu lið landsins og virtust Framstúlkur koma ákveðnari til leiks. Þær voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. En það má aldrei útiloka hið ótrúlega sigursæla og öfluga liðs Vals. Eftir hálfleiksræðuna fóru þær rauðklæddu að sýna sitt rétta andlit. Þær unnu seinni hálfleikinn með sjö mörkum. Spennan var gríðarleg allt til enda en það voru Valskonur sem unnu verðskuldaðan sigur og var Þorgerður Anna Atladóttir valin maður leiksins.Stefán Arnarson: Fram var að rúlla yfir okkur"Í hálfleiknum fórum við bara yfir okkar leik. Settumst niður í rólegheitum og settum aðrar áherslur, færðum leikmenn um stöður og breyttum til í sóknarleiknum. Það gekk upp og við erum gríðarlega ánægð með það," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. "Fram var að rúlla yfir okkur í fyrri hálfleik, þær voru bara miklu betri. En það sýndi styrk okkar liðs að koma til baka. Það getur lent í áföllum en unnið samt. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Það leggja sig allir 100% fram." En hvernig fannst Stefáni þessi tilraun HSÍ heppnast að vera með svona úrslitahelgi? "Mér fannst það heppnast mjög vel. Ég var reyndar alveg sáttur við gamla fyrirkomulagið en þetta er flott. Ég efast ekki um að HSÍ muni gera þetta ennþá betra."Guðný Jenný: Fann að við vorum að fara að klára þetta "Þetta er algjör himnasæla," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir leikinn. "Við vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik, Fram spilaði vörnina framarlega og við virtumst ekki vera undir þetta búnar. Við vorum staðar í sókninni og þetta leit ekki nægilega vel út. En í seinni hálfleik lagaðist þetta. Við fórum að vinna boltann oftar og náðum að leysa sóknirnar okkar betur. Meðbyrinn var með okkur og maður fann það bara að við værum að fara að klára þetta. "Halldór Jóhann: Mjög svekktur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, var skiljanlega svekktur eftir leik. "Það er alltaf erfitt að tapa bikarúrslitum og maður er mjög svekktur en við eigum eftir að skoða þennan leik ítarlega í rólegheitum og finna út hvað fór úrskeiðis," sagði Halldór. "Það vantaði ákefð í liðið í byrjun seinni hálfleiks og Valur kemst á bragðið.Við vorum með tökin en héldum ekki áfram því sem við vorum að gera og þá datt þetta niður." Halldór segir að reynsla Valsliðsins hafi komið bersýnilega í ljós eftir hálfleikinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira