Kjartan Henry: Hef ekki gefið upp alla von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2013 11:56 Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Mynd/Valli Óvíst er hvort að Kjartan Henry Finnbogason geti spilað með KR í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem hann á við þrálát hnémeiðsli að stríða. Hann missti af síðustu vikum síðasta tímabils þar sem hann fór í aðgerð vegna hnémeiðslanna. Hann meiddist þó strax í upphafi tímabilsins. „Sumarið var erfitt. Ég fékk áverka á hnéð í byrjun sumars og fann strax að það var eitthvað að. Mér var ekki illt en hnéð fylltist af vökva. Ég fékk þrjár sterasprautur og það var tappað af hnénu. Ég gat samt ekki æft og spilaði bara leikina," sagði Kjartan Henry í samtali við Boltann á X-inu í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég fór svo í aðgerðina 7. september en þar komu í ljós tvær brjóskskemmdir í hnénu. Liðurinn var svo fullur af drasli sem var hreinsað út. Svo var borað í beinið til að reyna að framkalla einhverjar himnur," sagði hann. „Það hefur ekki gengið enn hjá mér. Ég er enn jafn slæmur og daginn eftir aðgerðina. Það er búið að reyna mjög á þolinmæðina hjá mér." „Ég er enn hjá sjúkraþjálfara 1-2 sinnum á dag, aðallega til að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ég hef eitthvað reynt að hlaupa í vatni og á hlaupabretti en hnéð hefur alltaf túttnað út aftur." „Svo virðist sem að hnéskelin sé í einhverju ójafnvægi og dragist til hliðar. Mögulega þarf ég að fara í aðra aðgerð og létta aðeins á því og tylla henni á sína braut. Ef það verður gert er sumarið búið hjá mér." Kjartan Henry ætlar þó að reyna aðrar lausnir áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann leggist undir hnífinn. „Ég er með mjög góðan hóp af sjúkraþjálfurum og ég er bjartsýnn á að þetta lagist. Ef ekki þá er ég ekki það gamall að þetta sé algjörlega búið." Hann segist ákveðinn í því að spila aftur knattspyrnu. „Ef ég næ ekki að spila í sumar ætla ég að vinna í hnénu þangað til að ég verð orðinn góður. Mér ekki það illt að ég þurfi að leggja skóna á hilluna, það er ekki séns." Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Óvíst er hvort að Kjartan Henry Finnbogason geti spilað með KR í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem hann á við þrálát hnémeiðsli að stríða. Hann missti af síðustu vikum síðasta tímabils þar sem hann fór í aðgerð vegna hnémeiðslanna. Hann meiddist þó strax í upphafi tímabilsins. „Sumarið var erfitt. Ég fékk áverka á hnéð í byrjun sumars og fann strax að það var eitthvað að. Mér var ekki illt en hnéð fylltist af vökva. Ég fékk þrjár sterasprautur og það var tappað af hnénu. Ég gat samt ekki æft og spilaði bara leikina," sagði Kjartan Henry í samtali við Boltann á X-inu í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég fór svo í aðgerðina 7. september en þar komu í ljós tvær brjóskskemmdir í hnénu. Liðurinn var svo fullur af drasli sem var hreinsað út. Svo var borað í beinið til að reyna að framkalla einhverjar himnur," sagði hann. „Það hefur ekki gengið enn hjá mér. Ég er enn jafn slæmur og daginn eftir aðgerðina. Það er búið að reyna mjög á þolinmæðina hjá mér." „Ég er enn hjá sjúkraþjálfara 1-2 sinnum á dag, aðallega til að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ég hef eitthvað reynt að hlaupa í vatni og á hlaupabretti en hnéð hefur alltaf túttnað út aftur." „Svo virðist sem að hnéskelin sé í einhverju ójafnvægi og dragist til hliðar. Mögulega þarf ég að fara í aðra aðgerð og létta aðeins á því og tylla henni á sína braut. Ef það verður gert er sumarið búið hjá mér." Kjartan Henry ætlar þó að reyna aðrar lausnir áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann leggist undir hnífinn. „Ég er með mjög góðan hóp af sjúkraþjálfurum og ég er bjartsýnn á að þetta lagist. Ef ekki þá er ég ekki það gamall að þetta sé algjörlega búið." Hann segist ákveðinn í því að spila aftur knattspyrnu. „Ef ég næ ekki að spila í sumar ætla ég að vinna í hnénu þangað til að ég verð orðinn góður. Mér ekki það illt að ég þurfi að leggja skóna á hilluna, það er ekki séns."
Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira