Kjartan Henry: Hef ekki gefið upp alla von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2013 11:56 Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Mynd/Valli Óvíst er hvort að Kjartan Henry Finnbogason geti spilað með KR í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem hann á við þrálát hnémeiðsli að stríða. Hann missti af síðustu vikum síðasta tímabils þar sem hann fór í aðgerð vegna hnémeiðslanna. Hann meiddist þó strax í upphafi tímabilsins. „Sumarið var erfitt. Ég fékk áverka á hnéð í byrjun sumars og fann strax að það var eitthvað að. Mér var ekki illt en hnéð fylltist af vökva. Ég fékk þrjár sterasprautur og það var tappað af hnénu. Ég gat samt ekki æft og spilaði bara leikina," sagði Kjartan Henry í samtali við Boltann á X-inu í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég fór svo í aðgerðina 7. september en þar komu í ljós tvær brjóskskemmdir í hnénu. Liðurinn var svo fullur af drasli sem var hreinsað út. Svo var borað í beinið til að reyna að framkalla einhverjar himnur," sagði hann. „Það hefur ekki gengið enn hjá mér. Ég er enn jafn slæmur og daginn eftir aðgerðina. Það er búið að reyna mjög á þolinmæðina hjá mér." „Ég er enn hjá sjúkraþjálfara 1-2 sinnum á dag, aðallega til að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ég hef eitthvað reynt að hlaupa í vatni og á hlaupabretti en hnéð hefur alltaf túttnað út aftur." „Svo virðist sem að hnéskelin sé í einhverju ójafnvægi og dragist til hliðar. Mögulega þarf ég að fara í aðra aðgerð og létta aðeins á því og tylla henni á sína braut. Ef það verður gert er sumarið búið hjá mér." Kjartan Henry ætlar þó að reyna aðrar lausnir áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann leggist undir hnífinn. „Ég er með mjög góðan hóp af sjúkraþjálfurum og ég er bjartsýnn á að þetta lagist. Ef ekki þá er ég ekki það gamall að þetta sé algjörlega búið." Hann segist ákveðinn í því að spila aftur knattspyrnu. „Ef ég næ ekki að spila í sumar ætla ég að vinna í hnénu þangað til að ég verð orðinn góður. Mér ekki það illt að ég þurfi að leggja skóna á hilluna, það er ekki séns." Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Óvíst er hvort að Kjartan Henry Finnbogason geti spilað með KR í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem hann á við þrálát hnémeiðsli að stríða. Hann missti af síðustu vikum síðasta tímabils þar sem hann fór í aðgerð vegna hnémeiðslanna. Hann meiddist þó strax í upphafi tímabilsins. „Sumarið var erfitt. Ég fékk áverka á hnéð í byrjun sumars og fann strax að það var eitthvað að. Mér var ekki illt en hnéð fylltist af vökva. Ég fékk þrjár sterasprautur og það var tappað af hnénu. Ég gat samt ekki æft og spilaði bara leikina," sagði Kjartan Henry í samtali við Boltann á X-inu í morgun. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég fór svo í aðgerðina 7. september en þar komu í ljós tvær brjóskskemmdir í hnénu. Liðurinn var svo fullur af drasli sem var hreinsað út. Svo var borað í beinið til að reyna að framkalla einhverjar himnur," sagði hann. „Það hefur ekki gengið enn hjá mér. Ég er enn jafn slæmur og daginn eftir aðgerðina. Það er búið að reyna mjög á þolinmæðina hjá mér." „Ég er enn hjá sjúkraþjálfara 1-2 sinnum á dag, aðallega til að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ég hef eitthvað reynt að hlaupa í vatni og á hlaupabretti en hnéð hefur alltaf túttnað út aftur." „Svo virðist sem að hnéskelin sé í einhverju ójafnvægi og dragist til hliðar. Mögulega þarf ég að fara í aðra aðgerð og létta aðeins á því og tylla henni á sína braut. Ef það verður gert er sumarið búið hjá mér." Kjartan Henry ætlar þó að reyna aðrar lausnir áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann leggist undir hnífinn. „Ég er með mjög góðan hóp af sjúkraþjálfurum og ég er bjartsýnn á að þetta lagist. Ef ekki þá er ég ekki það gamall að þetta sé algjörlega búið." Hann segist ákveðinn í því að spila aftur knattspyrnu. „Ef ég næ ekki að spila í sumar ætla ég að vinna í hnénu þangað til að ég verð orðinn góður. Mér ekki það illt að ég þurfi að leggja skóna á hilluna, það er ekki séns."
Íslenski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira