Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs samþykkti í dag ályktun þess efnis að ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Setja á ákvörðunina um aðild í hendur þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ályktunin hljóðar svo:
„Landsfundur VG telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlinu tímamörk, t.d. 1 ár frá kosningum. Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðna. VG mun ennfremur beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi."
Naumur meirihluti, eða 53% landsfundargesta kaus með ályktuninni, en 46% voru á móti henni. Sá hluti sem er mótfallinn ályktuninni kýs heldur að þjóðin kjósi um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram.
VG vill ljúka aðildarviðræðum
Mest lesið




Engin röð á Læknavaktinni
Innlent




Ógeðslega stoltur af kennurum
Innlent

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Leggjast aftur yfir myndefnið
Innlent